Innlent

Norðurheimskautsbaugshlaupið: Sigurvegari vann fyrr í sumar hálfmaraþon og Laugavegshlaup

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hlaupið var haldið í þriðja sinn nú í ár.
Hlaupið var haldið í þriðja sinn nú í ár. Myndir/Óskar Þór
Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen var haldið þriðja árið í röð í gær og viðraði vel á keppendur. Hlaupið er í Grímsey og liggur leiðin hring í eynni, norður yfir heimskautsbaug og út á nyrsta tanga Íslands. Val stóð á milli tveggja leiða, annars vegar 12 kílómetra og hins vegar 24 kílómetra leið.

Sigurvegarar hlaupsins voru að þessu sinni Þorbergur Ingi Jónsson í 24 kílómetra hlaupi karla en hann sigraði fyrr í sumar Laugvegshlaupið á besta tíma frá upphafi. Þar að auki var hann fyrstur Íslendinga í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst síðastliðnum. Hulda Elma Eysteinsdóttir bar sigur úr bítum í kvennaflokki eftir 24 kílómetra hlaup. Í 12 km hlaupi karla sigraði Kristinn Smári Sigurjónsson og í kvennaflokki Rachael Lorna Johnstone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×