Enski boltinn

Moyes: Rooney þarf meiri aðstoð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David Moyes og Wayne Rooney.
David Moyes og Wayne Rooney. Vísir/Getty
David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United telur að Wayne Rooney, fyrirliðið liðsins þurfi á meiri aðstoð að halda frá liðsfélögum sínum.

Louis Van Gaal sem tók við taumunum hjá Manchester United af David Moyes í vor ákvað í haust að gera Rooney að fyrirliða liðsins en Rooney hefur verið töluvert gagnrýndur undanfarnar vikur.

Var umræða í enskum miðlum um hvort kólumbíski framherjinn Falcao myndi slá Rooney úr liðinu á næstu vikum.

„Fólk veltir fyrir sér hvort ferillinn hans sem fótboltamaður væri á niðurleið en hann er að mínu mati enn einn sá besti í ensku úrvalsdeildinni. Hann þarf að hætta að reyna að vera allstaðar á vellinum, hann gleymir sér oft og reynir að gera of mikið sjálfur.“

„Leikmennirnir í kringum hann þurfa að aðstoða hann til þess að hann geti skorað mörk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×