Illugi hunsar bókaútgefendur Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2014 13:06 Mjög þungt hljóð er í bókaútgefendum, meðan Illugi snýr í þá baki óttast þeir hrun í íslenskri bókaútgáfu. Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira