Innlent

„Mjög fallegt sprungugos“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Þorbjörg Ágústdóttir, doktorsnemi við Cambridge-háskólann.
Þorbjörg Ágústdóttir, doktorsnemi við Cambridge-háskólann. Vísir/skylmingasamband Íslands / Þorbjörg Ágústsdóttir-Cambridge

Þorbjörg Ágústsdóttir doktorsnemi í jarðeðlisfræði var meðal þeirra fyrstu á eldstöðvarnar í Holuhrauni í morgun. Hún segir gosið afar fallegt og að hraunflæðið sé töluvert meira en í gosinu á föstudag.

Vísindahópur sem er við rannsóknir á eldstöðvum Holuhrauns þar sem eldgos hófst að nýju í morgun kom að eldstöðvunum á sjöunda tímanum í morgun. Þorbjörg Ágústdóttir, doktorsnemi í jarðeðlisfræði við Cambridge háskólann í Englandi, er í hópnum.

„Gosið er miklu öflugura og það er hraun sem flæðir allavega 800 metrum lengra en síðast,“ segir Þorbjörg.

Kölluð af svæðinu vegna veðurs
Vísindahópurinn varð frá á hverfa af eldstöðvunum vegna sandstorms og er skyggni á svæðinu lítið sem ekkert. Þorbjörg segir það hafa verið mikla upplifun að sjá gosið fyrr í morgun.

„Maður heyrði aðeins í gosinu. Það var svo mikill vindur í morgun að við heyrðum ekki eins mikið og í gosinu á föstudag. Við finnum aðeins fyrir fúleggjalykt og hita af svæðinu. Það er ótrúlega magnað að sjá svona náttúruhamfarir. Þetta er mjög fallegt sprungugos.“

Vísindahópurinn tók sýni úr eldstöðvunum í gær þar sem eldgos hófst aftur í morgun. Jarðvísindastofnun vinnur nú í því að koma fyrir fleiri GPS mælum á svæðinu til að afla frekari upplýsinga um jarðhræringar á svæðinu.

„Cambridge náði að bjarga mælistöðunni sinni sem var næst gosstöðinni. Núna ætlum að við skoða gögnin okkar. Svo munum við halda áfram þegar veðrinu slotar að setja niður stöðvar og þjónusta skjálftamælanetið á svæðinu,“ sagði Þorbjörg Ágústsdóttir.


Tengdar fréttir

Eruption started again

An eruption has started again in Holuhraun, just north of Dyngjujokull in Iceland. The eruption was visible from a live webcam at 5:49 AM local time.

Stærra gos en síðast

"Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann HöskuldssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.