
„Það streymir kvika undan miðri Bárðarbungu og inn í þennan berggang," segir Freysteinn.

Engar breytingar hafa til þessa sést á yfirborði jökulsins og engin merki sjást um að kvikan leyti til yfirborðs. Þegar Freysteinn er spurður hvernig hann meti hættuna á gosi á næstu dögum svarar hann að á meðan vísbendingar séu um hratt kvikustreymi undir eldstöðvakerfinu sé eðlilegt að hafa varann á sér. Þessari atburðarás geti þó einnig lokið án eldgoss.
