Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. ágúst 2014 20:10 Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það beri að taka þessa öflugu skjálftavirkni alvarlega og hún geti leitt til eldgoss. „Það er búin að vera öflug skjálftavirkni í Bárðarbungu frá því klukkan 03:00 í nótt, öflugri virkni en hefur verið síðastliðin 18 ár, síðan það gaus í Gjálp. Það verður að taka þessu alvarlega og að þessi aukna virkni geti leitt til eldgoss í Bárðarbungu eða við hana,“ segir Magnús Tumi.Minni líkur en meiri á gosi „Það er nú samt líklegra að virknin lognist útaf eins og margar jarðskjálftahrinur gera en það er ekki hægt að taka sénsinn á því fyrirfram. Við erum að bera okkur saman um hvað við höfum verið að sjá, aðallega hvað hægt er að sjá út úr gögnum Veðurstofu Íslands, og meta hver atburðaráðsin gæti orðið,“ segir Magnús Tumi í kvöld. Er möguleiki á að það verði eldgos í Bárðarbungu? „Það er ómögulegt að segja. Við verðum að vera við öllu búin,“ svarar Magnús Tumi. „Við höfum farið yfir gossögu Bárðarbungu og hvaða atburðir hafa átt sér stað í fortíðinni, hvernig skjálftavirknin hefur breyst undanfarin ár og hvað þetta gæti þýtt. Einn möguleikinn er að þetta endi með eldgosi undir jöklinum og ef að það gerist þá myndi koma hlaup sem gæti orðið býsna stórt. Það er líklegast að slíkt hlaup fari niður Jökulsá á Fjöllum en getur líka farið niður Kölduhvísl og ekki útilokað að það fari niður í Skjálfandafljót.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það beri að taka þessa öflugu skjálftavirkni alvarlega og hún geti leitt til eldgoss. „Það er búin að vera öflug skjálftavirkni í Bárðarbungu frá því klukkan 03:00 í nótt, öflugri virkni en hefur verið síðastliðin 18 ár, síðan það gaus í Gjálp. Það verður að taka þessu alvarlega og að þessi aukna virkni geti leitt til eldgoss í Bárðarbungu eða við hana,“ segir Magnús Tumi.Minni líkur en meiri á gosi „Það er nú samt líklegra að virknin lognist útaf eins og margar jarðskjálftahrinur gera en það er ekki hægt að taka sénsinn á því fyrirfram. Við erum að bera okkur saman um hvað við höfum verið að sjá, aðallega hvað hægt er að sjá út úr gögnum Veðurstofu Íslands, og meta hver atburðaráðsin gæti orðið,“ segir Magnús Tumi í kvöld. Er möguleiki á að það verði eldgos í Bárðarbungu? „Það er ómögulegt að segja. Við verðum að vera við öllu búin,“ svarar Magnús Tumi. „Við höfum farið yfir gossögu Bárðarbungu og hvaða atburðir hafa átt sér stað í fortíðinni, hvernig skjálftavirknin hefur breyst undanfarin ár og hvað þetta gæti þýtt. Einn möguleikinn er að þetta endi með eldgosi undir jöklinum og ef að það gerist þá myndi koma hlaup sem gæti orðið býsna stórt. Það er líklegast að slíkt hlaup fari niður Jökulsá á Fjöllum en getur líka farið niður Kölduhvísl og ekki útilokað að það fari niður í Skjálfandafljót.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28