Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Kristján Már Unnarsson skrifar 17. ágúst 2014 19:30 Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. Jarðvísindamenn eru nú komnir upp á Bárðarbungu til að koma fyrir fleiri mælitækjum í von um að afla nákvæmari upplýsinga um hræringarnar í eldstöðinni. Þeir vilja koma fyrir fleiri jarðskjálftamælum á Vatnajökli til að geta staðsett dýpi skjálftanna betur og var ákveðið að þyrla Landhelgisgæslunnar færi nú síðdegis með bæði mælitæki og sérfræðinga á vettvang. Áformað var að þyrlan lenti bæði á Bárðarbungu og í Grímsvötnum en ásamt áhöfn eru um borð fimm jarðvísindamenn og fulltrúi almannavarna.Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sig til flugs síðdegis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hrinuna nú dæmigerða fyrir kvikufærslur sem gossaga síðustu fjörutíu ára sýni að leiði yfirleitt fljótt til eldgoss, fáeinum klukkutímum eftir að hún hefst, frá hálftíma og upp í 14 klukkutímum síðar. „Langflest af þessum tuttugu gosum sem við þekkjum vel hafa orðið innan við 14 klukkutímum eftir að hrinan brestur á. Þessir 14 tímar eru þegar liðnir," segir Páll í viðtali við Stöð 2. Hann segir að margar slíkar hrinur hafi hins vegar endað sem kvikuinnskot, sem ekki hafi náð til yfirborðs. „Þetta er farið að líkjast því æ meira, eftir því sem tíminn líður, að þetta sé kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs." Hann tekur þó fram að ekki sé útilokað að það nái alla leið upp og endi í gosi. Páll segir atburðarásina minna mjög á upphaf Kröfluelda. Þá hafi komið gangainnskot og kvikuhlaup í nokkur ár áður en raunverulegt eldgos kom upp á yfirborðið. Smágos hafi þó stundum fylgt áður en fyrsta alvörugosið kom fimm árum eftir að atburðarásin byrjaði. Hann telur jafnvel að menn geti þurft að bíða í mörg ár eftir gosi, eins og raunin varð í Eyjafjallajökli, þar sem það tók átján ár fyrir kvikuna að komast upp á yfirborð. „Mig grunar að þetta geti líka orðið raunin hér í sambandi við Bárðarbungu." segir Páll Einarsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Ekki ólíklegt að gos hefjist Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. 17. ágúst 2014 12:19 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. Jarðvísindamenn eru nú komnir upp á Bárðarbungu til að koma fyrir fleiri mælitækjum í von um að afla nákvæmari upplýsinga um hræringarnar í eldstöðinni. Þeir vilja koma fyrir fleiri jarðskjálftamælum á Vatnajökli til að geta staðsett dýpi skjálftanna betur og var ákveðið að þyrla Landhelgisgæslunnar færi nú síðdegis með bæði mælitæki og sérfræðinga á vettvang. Áformað var að þyrlan lenti bæði á Bárðarbungu og í Grímsvötnum en ásamt áhöfn eru um borð fimm jarðvísindamenn og fulltrúi almannavarna.Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sig til flugs síðdegis.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hrinuna nú dæmigerða fyrir kvikufærslur sem gossaga síðustu fjörutíu ára sýni að leiði yfirleitt fljótt til eldgoss, fáeinum klukkutímum eftir að hún hefst, frá hálftíma og upp í 14 klukkutímum síðar. „Langflest af þessum tuttugu gosum sem við þekkjum vel hafa orðið innan við 14 klukkutímum eftir að hrinan brestur á. Þessir 14 tímar eru þegar liðnir," segir Páll í viðtali við Stöð 2. Hann segir að margar slíkar hrinur hafi hins vegar endað sem kvikuinnskot, sem ekki hafi náð til yfirborðs. „Þetta er farið að líkjast því æ meira, eftir því sem tíminn líður, að þetta sé kvikuinnskot sem ekki nái til yfirborðs." Hann tekur þó fram að ekki sé útilokað að það nái alla leið upp og endi í gosi. Páll segir atburðarásina minna mjög á upphaf Kröfluelda. Þá hafi komið gangainnskot og kvikuhlaup í nokkur ár áður en raunverulegt eldgos kom upp á yfirborðið. Smágos hafi þó stundum fylgt áður en fyrsta alvörugosið kom fimm árum eftir að atburðarásin byrjaði. Hann telur jafnvel að menn geti þurft að bíða í mörg ár eftir gosi, eins og raunin varð í Eyjafjallajökli, þar sem það tók átján ár fyrir kvikuna að komast upp á yfirborð. „Mig grunar að þetta geti líka orðið raunin hér í sambandi við Bárðarbungu." segir Páll Einarsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Ekki ólíklegt að gos hefjist Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. 17. ágúst 2014 12:19 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
Ekki ólíklegt að gos hefjist Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. 17. ágúst 2014 12:19
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28
Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30