Enski boltinn

Stoke náði aðeins stigi gegn 10 leikmönnum Hull

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Áhugaverðir tilburðir
Áhugaverðir tilburðir vísir/getty
Hull City Tigers og Stoke City skildu jöfn 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hull missti leikmann af velli snemma leiks en komst samt yfir í leiknum.

Það dró til tíðinda strax á 14. mínútu. James Chester braut þá af sér sem aftasti maður í vörn Hull og fékk að líta rauða spjaldið fyrir.

Einum færri börðust Tígurnir frá Hull eins og ljón og komust yfir þremur mínútum fyrir hálfleik. Nikica Jelavic var þar að verki.

Stoke náði að bjarga stigi því Ryan Shawcross jafnaði metin á 83. mínútu og þar við sat.

Hull er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar en þetta var fyrsta stig Stoke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×