Enski boltinn

Poyet: Margt jákvætt

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Poyet í dag
Poyet í dag vísir/getty
Gus Poyet knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland var ánægður með frammistöðu síns liðs í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester United í dag.

„Stig var sanngjarnt held ég þó við höfum fengið á okkur mark gegn gangi leiksins,“ sagði Poyet eftir leikinn í dag.

„Við komumst aftur inn í leikinn og sóttum og stuðningsmennirnir studdu vel við liðið. Það var margt jákvætt og það var frábært fyrir Jack Rodwell að skora í fyrsta heimaleiknum.

„Það er mjög mikilvægt að við höfum byrjað betur en á síðustu leiktíð,“ sagði Poyet en Sunderland er með tvö stig úr tveimur leikjum.

„Við lékum vel í fyrri hálfleik og fengum góð færi. Við lékum ekki eins og við vildum í seinni hálfleik. En við erum vel skipulagðir og agaðir,“ sagði Poyet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×