Enski boltinn

Van Gaal: Kagawa neitar að hlusta á mig

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Á meðan allt lék í lyndi, Shinji Kagawa og Louis Van Gaal.
Á meðan allt lék í lyndi, Shinji Kagawa og Louis Van Gaal. Vísir/Getty
Louis Van Gaal segir að Shinji Kagawa muni ekki fá leiki með liðinu fyrr en hann fari eftir tilmælum sínum. Kagawa hefur ekki fengið tækifæri undir stjórn Hollendingsins í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Þrátt fyrir að það hafi vantað marga lykilleikmenn í lið Manchester United í 1-1 jafntefli liðsins gegn Sunderland um helgina fékk Kagawa ekki tækifæri. Sagði Van Gaal eftir leik að það væri vegna þess að hann væri ekki að hlusta á tilskipanir sínar.

„Hann vill ekki hlusta á það sem ég segi honum að gera. Hann er ekki sammála mínum sjónarmiðum og fór ekki eftir tilskipununum í æfingarferðinni um Bandaríkin. Hann lék í holunni hjá Dortmund en Mata spilar þar svo ég hef verið að reyna að leika honum aftar á vellinum.“

Óvíst er hvert framhaldið verður hjá Kagawa en honum hefur ekki tekist að finna sig í treyju Manchester United allt frá því að hann gekk til liðs við félagið frá þáverandi Þýskalandsmeisturunum í Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×