Enski boltinn

Rikki Daða: Arsenal verður að kaupa miðvörð og miðjumann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsenal slapp með eitt stig frá Goodison Park á laugardaginn þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Everton eftir að lenda 2-0 undir.

Leikurinn var greindur ítarlega í Messunni í gærkvöldi á Stöð 2 Sport, og þar meðal annars farið yfir byrjunarlið Arsenal og Everton.

„Þú gætir valið alla fjóra varnarmenn Everton fram yfir leikmenn Arsenal. Per Mertesacker er fínn þegar Arsenal liðið getur legið aftar með menn fyrir framan sig. En Arsenal-liðið er ansi oft framarlega á vellinum. Þá þarf Mertesacker að verjast á stóru svæði og í því er hann ekki góður,“ sagði Ríkharður Daðason, nýr sérfræðingur Messunnar.

„Ég vil meina það, að ef Arsenal gerir ekkert í sínum málum aftar á vellinum og kaupi sér miðvörð og varnarsinnaðan miðjumann þá þola þeir ekki að vera svona framarlega. Lið munu refsa þeim - ólíkt Manchester city,“ sagði Ríkharður.

Þessa fróðlegu greiningu má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×