Erlent

Ísraelsmenn og Hamas-liðar semja um vopnahlé

Atli Ísleifsson skrifar
Átök síðustu vikna hafa kostað um 2.200 mannslíf.
Átök síðustu vikna hafa kostað um 2.200 mannslíf. Vísir/AFP
Ísraelsmenn og Hamas-liðar hafa náð samkomulegi um vopnahlé eftir margra vikna átök á Gasa. Palestínskur embættismaður segir Egypta hafa haft milligöngu um málið, að sögn BBC.

Moussa Abu Marzouk, samningamaður Hamas, sagði að fljótlega yrði tilkynnt um samkomulagið sem mun binda endi á sjö vikna átök á Gasa sem hafa kostað um 2.200 mannslíf. Segir að Ísraelsmenn hafi meðal annars samþykkt að heimila flutning hjálgargagna og byggingarefna inn á Gasa, en landsvæðið hefur verið í herkví um langt skeið.

Loft- og eldflaugaárásir Ísraelshers og Hamas-liða héldu áfram í morgun.

Ísraelsk stjórnvöld hafa enn ekki tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×