Enski boltinn

MK Dons skoraði fjögur mörk hjá Man. United í kvöld - sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United spilar ekkert nema deildarleiki fram á nýja árið eftir 4-0 skell á móti C-deildarliði Milton Keynes Dons í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld.

Will Grigg og Benik Afobe, á láni frá Arsenal, skoruðu báðir tvö mörk fyrir Milton Keynes Dons í leiknum en varnarleikur United-liðsins leit mjög illa út í flestum markanna. Það er hægt að sjá mörkin í myndbandinu hér fyrir ofan.

Manchester United hefur því enn ekki unnið alvöru leik undir stjórn hollenska knattspyrnustjórans Louis van Gaal en liðið er bara með eitt stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn Manchester United þurfa ekki að hafa áhyggjur af Evrópukeppni eða deildabikar næstu mánuðina en næsti deildarleikur liðsins er á móti á nýliðum Burnley á laugadaginn.

Liðin eiga það bæði sameiginlegt að hafa dottið út úr deildabikarnum í kvöld og hafa ekki unnið í tveimur fyrstu úrvalsdeildarleikjum sínum á leiktíðinni.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór og félagar slógu út lið Kára

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City slógu Kára Árnason og félaga í Rotherham United út úr enska deildabikarnum í kvöld. Swansea City var eitt af fjölmörgum liðum sem komust áfram í 3. umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×