Lífshætta á Ströndum: Réði ekki við bílinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 11:13 Frá vettvangi í gær. Myndir / Jón Guðbjörn á Litla Hjalla Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“ Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Sjá meira
Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“
Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Sjá meira
Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53