Lífshætta á Ströndum: Réði ekki við bílinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 11:13 Frá vettvangi í gær. Myndir / Jón Guðbjörn á Litla Hjalla Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“ Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“
Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53