Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 13:53 Eva Sigurbjörnsdóttir Vísir/Stefán Fimm ferðamenn frá Suður-Kóreu komust í hann krappann um tíuleytið í morgun þegar þeir veltu pallbíl með húsi um 15 kílómetra norðan við Djúpuvík á ströndum. Bíllinn hafnaði úti í sjó en ekkert þeirra fimm sakaði alvarlega þótt þau hafi verið í nokkru áfalli eftir atburðinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, fékk símtal um korter yfir tíu þar sem henni var tilkynnt um slysið. Brunaði hún af stað og var komin á vettvang um fimmtán mínútum síðar. Þá voru Suður-Kóreumennirnir komnir upp á veg. „Þau voru ekki mikið meidd. Einn var bólginn á gagnauga eftir að hafa rekið höfuðið í og annar var skorinn á höndum,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem bílstjórinn hafi nærri misst bílinn af veginum og kippt svo snöggt í stýrið að bíllinn hafi oltið.Frá Djúpuvík.Mynd/Hótel Djúpavík„Húsið splundraðist og svo rann bíllinn aftur á bak niður í fjöru og út í sjó,“ segir Eva sem færði fólkið inn í bíl sinn um leið og hún mætti á vettvang. Biðu þau þar saman eftir lögreglu og sjúkrabíl. Eva segir mikla mildi að bíllinn hafi lent á dekkjunum eftir veltuna. „Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Eva telur að fólkið, sem var af báðum kynjum, hafi verið á þrítugsaldri. Bíllinn, sem var bílaleigubíll, er gjörónýtur að sögn Evu og ísskáp þurfi að draga í land enda hafi hann flotið upp í sjónum ásamt fleiru úr húsinu. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Fimm ferðamenn frá Suður-Kóreu komust í hann krappann um tíuleytið í morgun þegar þeir veltu pallbíl með húsi um 15 kílómetra norðan við Djúpuvík á ströndum. Bíllinn hafnaði úti í sjó en ekkert þeirra fimm sakaði alvarlega þótt þau hafi verið í nokkru áfalli eftir atburðinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, fékk símtal um korter yfir tíu þar sem henni var tilkynnt um slysið. Brunaði hún af stað og var komin á vettvang um fimmtán mínútum síðar. Þá voru Suður-Kóreumennirnir komnir upp á veg. „Þau voru ekki mikið meidd. Einn var bólginn á gagnauga eftir að hafa rekið höfuðið í og annar var skorinn á höndum,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem bílstjórinn hafi nærri misst bílinn af veginum og kippt svo snöggt í stýrið að bíllinn hafi oltið.Frá Djúpuvík.Mynd/Hótel Djúpavík„Húsið splundraðist og svo rann bíllinn aftur á bak niður í fjöru og út í sjó,“ segir Eva sem færði fólkið inn í bíl sinn um leið og hún mætti á vettvang. Biðu þau þar saman eftir lögreglu og sjúkrabíl. Eva segir mikla mildi að bíllinn hafi lent á dekkjunum eftir veltuna. „Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Eva telur að fólkið, sem var af báðum kynjum, hafi verið á þrítugsaldri. Bíllinn, sem var bílaleigubíll, er gjörónýtur að sögn Evu og ísskáp þurfi að draga í land enda hafi hann flotið upp í sjónum ásamt fleiru úr húsinu.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira