Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 13:53 Eva Sigurbjörnsdóttir Vísir/Stefán Fimm ferðamenn frá Suður-Kóreu komust í hann krappann um tíuleytið í morgun þegar þeir veltu pallbíl með húsi um 15 kílómetra norðan við Djúpuvík á ströndum. Bíllinn hafnaði úti í sjó en ekkert þeirra fimm sakaði alvarlega þótt þau hafi verið í nokkru áfalli eftir atburðinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, fékk símtal um korter yfir tíu þar sem henni var tilkynnt um slysið. Brunaði hún af stað og var komin á vettvang um fimmtán mínútum síðar. Þá voru Suður-Kóreumennirnir komnir upp á veg. „Þau voru ekki mikið meidd. Einn var bólginn á gagnauga eftir að hafa rekið höfuðið í og annar var skorinn á höndum,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem bílstjórinn hafi nærri misst bílinn af veginum og kippt svo snöggt í stýrið að bíllinn hafi oltið.Frá Djúpuvík.Mynd/Hótel Djúpavík„Húsið splundraðist og svo rann bíllinn aftur á bak niður í fjöru og út í sjó,“ segir Eva sem færði fólkið inn í bíl sinn um leið og hún mætti á vettvang. Biðu þau þar saman eftir lögreglu og sjúkrabíl. Eva segir mikla mildi að bíllinn hafi lent á dekkjunum eftir veltuna. „Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Eva telur að fólkið, sem var af báðum kynjum, hafi verið á þrítugsaldri. Bíllinn, sem var bílaleigubíll, er gjörónýtur að sögn Evu og ísskáp þurfi að draga í land enda hafi hann flotið upp í sjónum ásamt fleiru úr húsinu. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Fimm ferðamenn frá Suður-Kóreu komust í hann krappann um tíuleytið í morgun þegar þeir veltu pallbíl með húsi um 15 kílómetra norðan við Djúpuvík á ströndum. Bíllinn hafnaði úti í sjó en ekkert þeirra fimm sakaði alvarlega þótt þau hafi verið í nokkru áfalli eftir atburðinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, fékk símtal um korter yfir tíu þar sem henni var tilkynnt um slysið. Brunaði hún af stað og var komin á vettvang um fimmtán mínútum síðar. Þá voru Suður-Kóreumennirnir komnir upp á veg. „Þau voru ekki mikið meidd. Einn var bólginn á gagnauga eftir að hafa rekið höfuðið í og annar var skorinn á höndum,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem bílstjórinn hafi nærri misst bílinn af veginum og kippt svo snöggt í stýrið að bíllinn hafi oltið.Frá Djúpuvík.Mynd/Hótel Djúpavík„Húsið splundraðist og svo rann bíllinn aftur á bak niður í fjöru og út í sjó,“ segir Eva sem færði fólkið inn í bíl sinn um leið og hún mætti á vettvang. Biðu þau þar saman eftir lögreglu og sjúkrabíl. Eva segir mikla mildi að bíllinn hafi lent á dekkjunum eftir veltuna. „Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Eva telur að fólkið, sem var af báðum kynjum, hafi verið á þrítugsaldri. Bíllinn, sem var bílaleigubíll, er gjörónýtur að sögn Evu og ísskáp þurfi að draga í land enda hafi hann flotið upp í sjónum ásamt fleiru úr húsinu.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira