Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 13:53 Eva Sigurbjörnsdóttir Vísir/Stefán Fimm ferðamenn frá Suður-Kóreu komust í hann krappann um tíuleytið í morgun þegar þeir veltu pallbíl með húsi um 15 kílómetra norðan við Djúpuvík á ströndum. Bíllinn hafnaði úti í sjó en ekkert þeirra fimm sakaði alvarlega þótt þau hafi verið í nokkru áfalli eftir atburðinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, fékk símtal um korter yfir tíu þar sem henni var tilkynnt um slysið. Brunaði hún af stað og var komin á vettvang um fimmtán mínútum síðar. Þá voru Suður-Kóreumennirnir komnir upp á veg. „Þau voru ekki mikið meidd. Einn var bólginn á gagnauga eftir að hafa rekið höfuðið í og annar var skorinn á höndum,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem bílstjórinn hafi nærri misst bílinn af veginum og kippt svo snöggt í stýrið að bíllinn hafi oltið.Frá Djúpuvík.Mynd/Hótel Djúpavík„Húsið splundraðist og svo rann bíllinn aftur á bak niður í fjöru og út í sjó,“ segir Eva sem færði fólkið inn í bíl sinn um leið og hún mætti á vettvang. Biðu þau þar saman eftir lögreglu og sjúkrabíl. Eva segir mikla mildi að bíllinn hafi lent á dekkjunum eftir veltuna. „Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Eva telur að fólkið, sem var af báðum kynjum, hafi verið á þrítugsaldri. Bíllinn, sem var bílaleigubíll, er gjörónýtur að sögn Evu og ísskáp þurfi að draga í land enda hafi hann flotið upp í sjónum ásamt fleiru úr húsinu. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Fimm ferðamenn frá Suður-Kóreu komust í hann krappann um tíuleytið í morgun þegar þeir veltu pallbíl með húsi um 15 kílómetra norðan við Djúpuvík á ströndum. Bíllinn hafnaði úti í sjó en ekkert þeirra fimm sakaði alvarlega þótt þau hafi verið í nokkru áfalli eftir atburðinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, fékk símtal um korter yfir tíu þar sem henni var tilkynnt um slysið. Brunaði hún af stað og var komin á vettvang um fimmtán mínútum síðar. Þá voru Suður-Kóreumennirnir komnir upp á veg. „Þau voru ekki mikið meidd. Einn var bólginn á gagnauga eftir að hafa rekið höfuðið í og annar var skorinn á höndum,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem bílstjórinn hafi nærri misst bílinn af veginum og kippt svo snöggt í stýrið að bíllinn hafi oltið.Frá Djúpuvík.Mynd/Hótel Djúpavík„Húsið splundraðist og svo rann bíllinn aftur á bak niður í fjöru og út í sjó,“ segir Eva sem færði fólkið inn í bíl sinn um leið og hún mætti á vettvang. Biðu þau þar saman eftir lögreglu og sjúkrabíl. Eva segir mikla mildi að bíllinn hafi lent á dekkjunum eftir veltuna. „Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Eva telur að fólkið, sem var af báðum kynjum, hafi verið á þrítugsaldri. Bíllinn, sem var bílaleigubíll, er gjörónýtur að sögn Evu og ísskáp þurfi að draga í land enda hafi hann flotið upp í sjónum ásamt fleiru úr húsinu.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira