Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Stefán Árni Pálsson skrifar 28. ágúst 2014 19:14 Vilhjálmur Bjarnason mynd/365 Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. Í yfirlýsingunni segir að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvara. EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg komst að þeirri niðurstöðu að tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum leggi ekki almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána í samningum milli veitenda og neytenda. „Í dag skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu í einu af þremur málum sem eru fyrir dómstólum og fjalla um lögmæti verðtryggingar. Mál þetta er höfðað af einstaklingi gegn Íslandsbanka og snýst um húsnæðislán út frá óréttmætum samningsskilmálum. Það er frábrugðið öðrum málum er varða verðtryggingu og bíða úrlausnar fyrir dómstólum að því leyti að málatilbúnaðurinn byggist ekki á tilskipun um neytendalán,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að helsta spurningin sem leitað var álits um í þessu máli snúi að því hvort verðtryggingin sjálf sé lögleg, en ekki hvort útfærsla hennar og kostnaður hafi verið rétt kynntur fyrir lántakendum. „Niðurstaða EFTA dómstólsins er sú að það sé á færi íslenskra dómstóla að taka afstöðu til þess hvort skilmálar verðtryggðra neytendalána séu óréttmætir. Tvö önnur mál um verðtryggingu eru fyrir dómstólum, annað þeirra er rekið af Hagsmunasamtökum heimilanna og hitt af Verkalýðsfélagi Akraness. Bæði snúast þau um framkvæmd verðtryggingar hér á landi, það er hvort kynning fyrir neytendum á kostnaði við verðtryggingu sé í samræmi við lög um neytendalán nr. 121/1994, en lögin fela í sér mjög skýr ákvæði um upplýsingagjöf til neytenda við lántöku.“ Fram kemur í tilkynningunni að það dómsmál sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að baki sé rekið af félagsmönnum í samtökunum, en samtökin greiða af því allan kostnað. „Málið fjallar um venjulegt, íslenskt, verðtryggt húsnæðislán sem tekið var hjá Íbúðalánasjóði. Málatilbúnaðurinn snýst um útfærslu verðtryggingar og upplýsingar um hana í lánasamningi þar sem miðað var við 0 % verðbólgu í greiðsluáætlun. Þetta telja samtökin ekki samræmast ákvæðum laga um neytendalán (nr. 121/1994) og á það við um lán til fasteignakaupa frá árinu 2001 þegar neytendalánalögunum var breytt þannig að þau næðu einnig til húsnæðislána.“ Málið sé rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur enda telji Neytendastofa, stjórn HH og lögmenn sem komið hafa á málinu það mjög skýrt í íslenskum lögum um neytendalán hvaða upplýsingar þurfi að koma fram í lánasamningum um lánskostnað, þar með talið verðbætur. „Álit EFTA dómstólsins fá því í morgun styður ákvörðun Hagsmunasamtaka heimilanna um að ekki væri þörf á áliti frá EFTA vegna dómsmálsins sem samtökin standa að baki, enda eru íslensk lög um neytendalán alveg skýr. Íslenskir dómstólar ættu ekki að vera í neinum vandræðum með að dæma eftir þeim um hið sérséríslenska fyrirbrigði sem verðtrygging neytendalána er.“ Einnig kemur fram í tilkynningunni að Hagsmunasamtök heimilanna hafi aldrei haldið því fram að verðtrygging sem slík sé ólögleg milli fagfjárfesta, fjármálafyrirtækja og ríkisins. „Þegar hins vegar kemur að lánasamningum við neytendur ber lánveitendum skylda til að standa rétt að upplýsingagjöf í samræmi við lög um neytendalán. Þeirri spurningu hvort rétt hafi verið staðið að þeirri upplýsingagjöf, og þar með hvort útfærsla verðtryggðra neytendalánasamninga sé og hafi verið lögleg hér á landi, er því enn ósvarað.“ Tengdar fréttir Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. 28. ágúst 2014 18:30 Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Menn önduðu léttar í Seðlabankanum Óvissu um lögmæti verðtryggingar hefur að miklu leyti verið eytt með dómi EFTA-dómstólsins og niðurstaðan er jákvæð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. 28. ágúst 2014 18:30 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Rökrétt niðurstaða að mati Viðskiptaráðs Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir mikilvægt að málinu ljúki hjá íslenskum dómstólum. Bendir á að seinna málið fyrir EFTA-dómstólnum er óafgreitt. 28. ágúst 2014 10:24 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. Í yfirlýsingunni segir að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvara. EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg komst að þeirri niðurstöðu að tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum leggi ekki almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána í samningum milli veitenda og neytenda. „Í dag skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu í einu af þremur málum sem eru fyrir dómstólum og fjalla um lögmæti verðtryggingar. Mál þetta er höfðað af einstaklingi gegn Íslandsbanka og snýst um húsnæðislán út frá óréttmætum samningsskilmálum. Það er frábrugðið öðrum málum er varða verðtryggingu og bíða úrlausnar fyrir dómstólum að því leyti að málatilbúnaðurinn byggist ekki á tilskipun um neytendalán,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að helsta spurningin sem leitað var álits um í þessu máli snúi að því hvort verðtryggingin sjálf sé lögleg, en ekki hvort útfærsla hennar og kostnaður hafi verið rétt kynntur fyrir lántakendum. „Niðurstaða EFTA dómstólsins er sú að það sé á færi íslenskra dómstóla að taka afstöðu til þess hvort skilmálar verðtryggðra neytendalána séu óréttmætir. Tvö önnur mál um verðtryggingu eru fyrir dómstólum, annað þeirra er rekið af Hagsmunasamtökum heimilanna og hitt af Verkalýðsfélagi Akraness. Bæði snúast þau um framkvæmd verðtryggingar hér á landi, það er hvort kynning fyrir neytendum á kostnaði við verðtryggingu sé í samræmi við lög um neytendalán nr. 121/1994, en lögin fela í sér mjög skýr ákvæði um upplýsingagjöf til neytenda við lántöku.“ Fram kemur í tilkynningunni að það dómsmál sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að baki sé rekið af félagsmönnum í samtökunum, en samtökin greiða af því allan kostnað. „Málið fjallar um venjulegt, íslenskt, verðtryggt húsnæðislán sem tekið var hjá Íbúðalánasjóði. Málatilbúnaðurinn snýst um útfærslu verðtryggingar og upplýsingar um hana í lánasamningi þar sem miðað var við 0 % verðbólgu í greiðsluáætlun. Þetta telja samtökin ekki samræmast ákvæðum laga um neytendalán (nr. 121/1994) og á það við um lán til fasteignakaupa frá árinu 2001 þegar neytendalánalögunum var breytt þannig að þau næðu einnig til húsnæðislána.“ Málið sé rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur enda telji Neytendastofa, stjórn HH og lögmenn sem komið hafa á málinu það mjög skýrt í íslenskum lögum um neytendalán hvaða upplýsingar þurfi að koma fram í lánasamningum um lánskostnað, þar með talið verðbætur. „Álit EFTA dómstólsins fá því í morgun styður ákvörðun Hagsmunasamtaka heimilanna um að ekki væri þörf á áliti frá EFTA vegna dómsmálsins sem samtökin standa að baki, enda eru íslensk lög um neytendalán alveg skýr. Íslenskir dómstólar ættu ekki að vera í neinum vandræðum með að dæma eftir þeim um hið sérséríslenska fyrirbrigði sem verðtrygging neytendalána er.“ Einnig kemur fram í tilkynningunni að Hagsmunasamtök heimilanna hafi aldrei haldið því fram að verðtrygging sem slík sé ólögleg milli fagfjárfesta, fjármálafyrirtækja og ríkisins. „Þegar hins vegar kemur að lánasamningum við neytendur ber lánveitendum skylda til að standa rétt að upplýsingagjöf í samræmi við lög um neytendalán. Þeirri spurningu hvort rétt hafi verið staðið að þeirri upplýsingagjöf, og þar með hvort útfærsla verðtryggðra neytendalánasamninga sé og hafi verið lögleg hér á landi, er því enn ósvarað.“
Tengdar fréttir Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. 28. ágúst 2014 18:30 Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Menn önduðu léttar í Seðlabankanum Óvissu um lögmæti verðtryggingar hefur að miklu leyti verið eytt með dómi EFTA-dómstólsins og niðurstaðan er jákvæð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. 28. ágúst 2014 18:30 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Rökrétt niðurstaða að mati Viðskiptaráðs Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir mikilvægt að málinu ljúki hjá íslenskum dómstólum. Bendir á að seinna málið fyrir EFTA-dómstólnum er óafgreitt. 28. ágúst 2014 10:24 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. 28. ágúst 2014 18:30
Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58
Menn önduðu léttar í Seðlabankanum Óvissu um lögmæti verðtryggingar hefur að miklu leyti verið eytt með dómi EFTA-dómstólsins og niðurstaðan er jákvæð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. 28. ágúst 2014 18:30
Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39
Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30
„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00
Rökrétt niðurstaða að mati Viðskiptaráðs Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir mikilvægt að málinu ljúki hjá íslenskum dómstólum. Bendir á að seinna málið fyrir EFTA-dómstólnum er óafgreitt. 28. ágúst 2014 10:24