Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 18:30 Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl. Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl.
Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58
Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39
Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30
„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00