Kjarninn sá að íslenskir dómstólar eigi síðasta orðið Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. ágúst 2014 18:30 Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl. Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Verðtryggingin brýtur ekki gegn tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og það er íslenskra dómstóla að meta hvort skilmáli um verðtrygginguna sé óréttmætur. Þetta er niðurstaða dóms EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Málið sprottið af verðtryggðu fasteignaláni Málið var sprottið af því að Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um túlkun um á tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum í máli sem Gunnar Engilbertsson höfðaði gegn Íslandsbanka vegna verðtryggðs fasteignaláns sem hann tók hjá bankanum. Helstu niðurstöður EFTA-dómstólsins í málinu eru þessar: Tilskipun 93/13 leggur ekki almennt bann við skilmálum umverðtryggingu veðlána í samningum milli lánveitanda og neytanda. Það er landsdómstólsins, þ.e. dómstól aðildarríkis, að meta hvort umræddur skilmáli sé óréttmætur. Í öðru lagi takmarkar tilskipun 93/13 ekki svigrúm EES-ríkis til þess aðákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslenskuvísitölu neysluverðs. Í þriðja er það dómstóls aðildarríkis að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunarinnar. Í fjórða lagi er það dómstóls aðildarríkis að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni til fjármögnunar á fasteignakaupumskuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Að lokum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar yrði að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli væri óréttmætur bæri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli væri óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn gæti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála. Niðurstaða dómsins er í hnotskurn sú að það verður íslenskra dómstóla að dæma um lögmæti verðtryggingar, þ.e. hvort skilmálar um hana séu réttmætir og hvort þeir hafi verið kynntir með nægilega skýrum og skiljanlegum hætti fyrir neytendum hverju sinni. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var annar tveggja lögmanna sem gætti hagsmuna Íslandsbanka í málinu. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu „Það má segja að kjarninn í dómnum sé sá að það sé íslenskra dómstóla að meta hvort verðtrygging geti verið óskuldbindandi fyrir lántakanda en hins vegar sé hún það ekki sjálfkrafa út frá þessari tilskipun sem þeir voru að skoða. Tilskipunin bannar ekki verðtryggingu frekar en það sem bankinn hélt fram í málinu. Dómstóllinn segir síðan í öðru lagi að það sé undir dómstól aðildarríkis að skoða hvort verðtrygging geti verið ósanngjörn í skilningi laga eða ekki nægilega vel útskýrð,“ segir Jóhannes Karl.
Tengdar fréttir Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58 Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39 Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Telur líklegt að verðtryggingin haldi hjá íslenskum dómstólum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, telur líklegt að verðtrygging neytendalána haldi þegar málið fer fyrir íslenska dómstóla. Hann segir mikilvægt að búið sé að eyða þeirri óvissu sem var uppi vegna ákvörðunar EFTA-dómstólsins. 28. ágúst 2014 12:58
Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki ástæðu fyrir ríkið að fagna sérstaklega. 28. ágúst 2014 11:39
Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30
„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00