Enski boltinn

Van Gaal: Okkur vantar heimsklassa kantmenn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ángel di María var einn besti leikmaður Argentínu á HM.
Ángel di María var einn besti leikmaður Argentínu á HM. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir félagið ekki ætla að kaupa bara til þess að kaupa í sumar þó peningarnir séu til staðar.

Hann er að leita að réttum mönnum, en segir í viðtali Sunday Mirror að liðinu vanti heimsklassa vængmenn. Þar nefnir hann Ángel di María á nafn, en United hefur verið orðað við Real-manninn í sumar.

„Þessa stundina erum við með fimm níur og fjórar tíur en enga kantmenn til að gefa okkur breidd í spilið,“ segir Van Gaal.

„Réttara sagt þá erum við ekki með neina heimsklassa vængmenn eins og Cristiano Ronaldo eða Di María. Þess vegna verð ég að spila annað kerfi eins og þið hafi séð. Ég mun bara kaupa þegar við þurfum að kaupa og þá í þær stöður sem ég þarf,“ segir Louis van Gaal.

Van Gaal stýrði liði Hollands á HM í Brasilíu og náði þar þriðja sæti. Nokkrir leikmenn, á borð við miðju- og varnarmanninn Daley Blind, eru sagðir líklegir til að enda á Old Trafford.

„Ég mun kaupa hollenska leikmenn ef þeir eru nógu góðir. Hvaðan leikmennirnir eru skiptir mig engu máli,“ segir Louis van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×