Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2014 16:37 Ólöf Nordal í sal Alþingis. Vísir/Anton „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk óvænt tíðindi er hún brá sér til Íslands fyrir nokkrum vikum til að vera viðstödd brúðkaup. Stórvinkona hennar, Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði, gekk í það heilaga. Ólöfu fannst hún vera orðin svo mikil um sig miðja auk þess sem hún fann að hún gekk ekki heil til skógar. Ákvað hún því að leita til læknis. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ segir Ólöf í skilaboðum til lesenda heimasíðu hennar í dag. Ólöf hefur búið í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni en framundan voru flutningar til New York borgar.Flutningi til Bandaríkjanna frestað um ár „Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skólamál, íbúðarmál…allt hefðbundin verkefni sem fylgir því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á við nýjar áskoranir.“ Ólöf gekkst undir uppskurð á dögunum þar sem illkynja æxlið var fjarlægt. Hún segir í samtali við Vísi að læknar telji aðgerðina hafa gengið vel. Við taki lyfjagjöf en vonir standi til að hún verði orðin stálslegin fyrir jól. Flutningi fjölskyldunnar til Bandaríkjanna hefur verið frestað um árið en fjölskyldan ætlar að takast á við afleiðingar óboðna gestsins hér heima. „Þó það sé gott að búa í útlöndum er alltaf best að vera heima,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún segir enga ástæðu til annars en bjartsýni þegar þessum kafla í lífi sínu ljúki. Allt gangi samkvæmt áætlun, hárið sé að fjúka af kolli hennar og ætli hún sjálf að losa sig við afganginn af því í fyrramálið. „Það verður hressandi að láta íslenska síðsumarið leika um kollinn minn,“ segir í bloggfærslu Ólafar. Ólöf segir að eðlilega bregði sér við tíðindi sem þessi. „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir þingkonan fyrrverandi við Vísi. Eigi fólk von á erfiðleikum fari það að lifa lífinu á annan hátt en eðlilegt sé. Svoleiðis eigi það ekki að vera. „Enginn á von á því að svona nokkuð hendi sig. Og það er gott. Ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum veikindum en ég ætla hins vegar að sigrast á þeim. Ég finn um leið hvað jákvæðni og stilltur hugur skiptir miklu máli þegar áföll ríða yfir. Að reyna að ná stjórn á hugsunum sínum og laða fram það jákvæða í lífinu hjá mér sjálfri og öllum þeim sem eru í kringum mig.“ Þannig ætli hún að nálgast þetta stóra verkefni sem henni hafi nú verið falið að glíma við. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk óvænt tíðindi er hún brá sér til Íslands fyrir nokkrum vikum til að vera viðstödd brúðkaup. Stórvinkona hennar, Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði, gekk í það heilaga. Ólöfu fannst hún vera orðin svo mikil um sig miðja auk þess sem hún fann að hún gekk ekki heil til skógar. Ákvað hún því að leita til læknis. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ segir Ólöf í skilaboðum til lesenda heimasíðu hennar í dag. Ólöf hefur búið í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni en framundan voru flutningar til New York borgar.Flutningi til Bandaríkjanna frestað um ár „Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skólamál, íbúðarmál…allt hefðbundin verkefni sem fylgir því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á við nýjar áskoranir.“ Ólöf gekkst undir uppskurð á dögunum þar sem illkynja æxlið var fjarlægt. Hún segir í samtali við Vísi að læknar telji aðgerðina hafa gengið vel. Við taki lyfjagjöf en vonir standi til að hún verði orðin stálslegin fyrir jól. Flutningi fjölskyldunnar til Bandaríkjanna hefur verið frestað um árið en fjölskyldan ætlar að takast á við afleiðingar óboðna gestsins hér heima. „Þó það sé gott að búa í útlöndum er alltaf best að vera heima,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún segir enga ástæðu til annars en bjartsýni þegar þessum kafla í lífi sínu ljúki. Allt gangi samkvæmt áætlun, hárið sé að fjúka af kolli hennar og ætli hún sjálf að losa sig við afganginn af því í fyrramálið. „Það verður hressandi að láta íslenska síðsumarið leika um kollinn minn,“ segir í bloggfærslu Ólafar. Ólöf segir að eðlilega bregði sér við tíðindi sem þessi. „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir þingkonan fyrrverandi við Vísi. Eigi fólk von á erfiðleikum fari það að lifa lífinu á annan hátt en eðlilegt sé. Svoleiðis eigi það ekki að vera. „Enginn á von á því að svona nokkuð hendi sig. Og það er gott. Ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum veikindum en ég ætla hins vegar að sigrast á þeim. Ég finn um leið hvað jákvæðni og stilltur hugur skiptir miklu máli þegar áföll ríða yfir. Að reyna að ná stjórn á hugsunum sínum og laða fram það jákvæða í lífinu hjá mér sjálfri og öllum þeim sem eru í kringum mig.“ Þannig ætli hún að nálgast þetta stóra verkefni sem henni hafi nú verið falið að glíma við.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira