Erlent

Íslendingur á Gasa: Erfiðast að horfa upp á börnin

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Sátta­semj­ar­ar í Egyptalandi kepp­ast nú við að miðla mál­um milli Ísra­els- og Palestínu­manna, en þriggja sól­ar­hringa vopna­hlé renn­ur út á miðnætti í kvöld. Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á Gasa segir mikla spennu á svæðinu. 

Elín Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, hefur síðustu daga hjúkrað stríðssærðum á Gasa með læknateymi Alþjóða- Rauða krossins en er nú stödd í Jerúsalem. Hún  segir að mikið álag sé á heilbrigðisstarfsfólki á Gasa, þrátt fyrir vopnahlé. 

„Það er sérstaklega erfitt að horfa upp á börnin. Við vorum með þriggja ára stelpu í gær sem var með brotna kjálka þar sem hún hafði orðið undir steypuhnullungi í sprengingu, og jafngamlan dreng sem var mjög illa slasaður og búinn að missa annan fótlegginn. Þetta er það versta sem maður sér, þessir krakkar sem koma stórslösuð til okkar. Ég tala nú ekki um börnin sem hafa dáið,“ segir Elín.

Um 2000 manns hafa látið lífið á Gasa síðan átökin hófust áttunda júlí síðastliðinn, þar af rúmlega 1900 Palestínumenn. 

Stjórnvöld í Egyptalandi hafa nú lagt fram tilboð um varanlegt vopnahlé, og þrýsta á stjórn­völd í Ísra­el og Ham­as til að reyna allt til að það verði að veru­leika.


Tengdar fréttir

Vopnahléinu á Gasa lýkur á miðnætti

Samninganefnd Palestínumanna metur nú tillögur Egypta í deilunni við Ísraela en vopnahléið á Gasaströndinni rennur út á miðnætti í kvöld.

Tíu ára drengur veginn á Gasa

Tíu ára drengur lést í loftárás Ísraelshers á Gasa í morgun en árásin var svar Ísraela við flugskeytaárás Hamasliða inn í Ísrael.

Vopnahléinu á Gasa er lokið

Hamas samtökin á Gasa hafa nú alfarið hafnað framlengingu á vopnahléinu sem tók gildi á þriðjudag. Því lauk klukkan fimm í morgun og skömmu síðar bárust fregnir frá Ísrael þess efnis að Hamas hefði skotið nokkrum eldflaugum inn í Ísrael.

Ísraelar vilja framlengja vopnahléið á Gasa

Ísraelar hafa lagt til að þriggja daga vopnahléið á Gasa sem hófst á þriðjudag verði framlengt en nú standa yfir óbeinar friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna í Kæró. Talsmenn Hamas-samtakanna sem ráða lögum og lofum á Gasa hafa þó enn ekki tjáð sig um tilboðið og því óljóst hvað verður.

Allt með kyrrum kjörum á Gasa í dag

Þriggja daga vopnahlé sem hófst á Gasaströndinni klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma hefur verið virt af báðum deiluaðilum hingað til. Ef friðurinn heldur munu Ísraelar senda fulltrúa sína til Kaíró í Egyptalandi síðar í dag þar sem ræða á um lengra hlé á átökunum sem þegar hafa kostað um tvö þúsund manns lífið.

Litlar horfur á vopnahléi á Gaza

Þrátefli í samningaviðræðum. Palestínumenn skjóta enn eldflaugum yfir til Ísraels og fjórir féllu á Gaza í dag.

Lítið miðar í friðarátt á Gasa

„Það eru engar forsendur fyrir viðræðum eftir að Hamas rauf vopnahléið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar.

Hamas vilja svör í dag

Samtökin fara fram á að herkví Gasa verði aflétt og að Ísraelsmenn sleppi föngum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.