Erlent

Tíu ára drengur veginn á Gasa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Tíu ára drengur lést í loftárás Ísraelshers á Gasa í morgun en árásin var svar Ísraela við flugskeytaárás Hamasliða inn í Ísrael. Sprengjan sprakk nærri mosku í Gasaborg.

Varnakerfi Ísraels náði að eyða hluta flauga Hamas en tveir menn særðust. Þar með er þriggja daga vopnahléi lokið en ekki tókst að ná samkomulagi um framlengingu þess á fundi í Kaíro í Egyptalandi.

Nú er talið að 1940 manns hafi látist á Gasa eftir að árásir Ísraela hófust í byrjun júlí. Þar af eru 1840 Palestínumenn, meirihlutinn óbreyttir borgarar, eða 1354, samkvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum. 447 börn eru sögð hafa látist og 214 konur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×