Enski boltinn

Rodgers: Engin tilviljun að þessir menn vilji koma til Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool. vísir/getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að leikmannakaupin sem liðið hefur gert í sumar sýni að bestu leikmenn álfunnar vilji koma á Anfield.

Fjögur ár utan Meistaradeildarinnar reyndust Liverpool erfið jafnt innan sem utan vallar, en frábær leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og sæti í Meistaradeildinni hefur gert mikið fyrir félagið.

Rodgers hefur fengið leikmenn á borð við Adam Lallana, Dejan Lovren, Rickie Lambert, Lazar Markovic, EmreCan, Divock Origi og nú spænska bakvörðinn AlbertoMoreno sem mörg lið voru á eftir.

„Þetta er risastórt merki þess hversu miklar framfarir hafa orðið hjá félaginu og gott að sjá hvert það er komið,“ segir Brendan Rodgers í viðtali við Sky.

„Við höfum tekið miklum framförum á síðustu árum og getum nú lokkað til okkar bestu leikmennina. Lovren var t.a.m. góður hjá Lyon og Southampton og Markovic er leikmaður sem tvö til þrjú lið vildu fá. En hann vildi koma til Liverpool.“

„Þessir strákar horfa á Evrópuboltann. Þeir sáu okkur og vilja vera hluti af því sem við erum að gera. Þetta eru framfarirnar. Þetta hefur ekki gerst að sjálfu sér. Mikil vinna var lögð í þetta,“ segir Brendan Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×