Táragasi og reyksprengjum beitt gegn mótmælendum Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2014 11:27 Lögreglumenn beittu táragasi gegn mótmælendum sem köstuðu bensínsprengjum að þeim. Vísir/AP Lögregla beitti táragasi og reyksprengjum gegn mótmælendum í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæli stóðu yfir vegna þess að lögreglumaður hafði skotið ungan mann til bana um síðustu helgi og íbúar bæjarins hafa nú mótmælt fjögur kvöld í röð. Skömmu fyrir mótmælin í gær sagði lögreglustjóri Ferguson að samskipti kynþátta væri forgangsatriði í bænum. Hvítur lögreglumaður skaut þeldökkan mann, en vitni segja hann hafa verið með hendur á lofti þegar hann var skotinn. Lögreglan segir hins vegar að hann hafi reynt að ná vopninu af lögreglumanninum. Komið hefur til átaka á milli lögreglu og mótmælenda, sem kalla: „Upp með hendur, ekki skjóta.“ Lögreglumennirnir eru í þungvopnaðir og í óeirðabúningum. Samkvæmt AP fréttaveitunni segjast tveir blaðamenn Washington Post og Huffington Post að þeir hafi verið teknir höndum af lögreglu. Þeim var sleppt úr haldi án ákæru en segjast hafa verið beittir ofbeldi af lögreglumönnum. Lögreglustjórinn Jon Belmar segir að lögreglumenn hafi sýnt mikla sjálfstjórn. Því þeir hafi orðið fyrir grjóti, flöskum og jafnvel hafi verið skotið á þá. Hann segir mótmælendur hafa eyðilagt yfir 24 lögreglubíla. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út nafn lögreglumannsins sem skaut unga manninn, sem hét Michael Brown, vegna ótta um öryggi hans. Sá hefur verið í lögreglunni í sex ár og hefur verið sendur í launalaust leyfi á meðan skotárásin er rannsökuð. Í bænum Ferguson eru þeldökkir um þriðjungur af 21 þúsund íbúum en 50 lögregluþjónar af 53 eru hvítir.Mótmælendur köstuð grjóti og bensínsprengjum að lögreglu.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson' Tengdar fréttir Ungur maður skotinn til bana af lögreglu Frásögnum vitna og lögreglu ber ekki saman um aðstæður skotárásarinnar í Missouri í Bandaríkjunum. 10. ágúst 2014 16:55 Rúmlega fimmtíu handteknir vegna mótmæla í Bandaríkjunum Íbúar bæjarins Ferguson í Bandaríkjunum eru að mótmæla því að lögreglan hafi skotið óvopnaðan ungan mann. 12. ágúst 2014 16:57 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Lögregla beitti táragasi og reyksprengjum gegn mótmælendum í Ferguson, úthverfi St. Louis í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæli stóðu yfir vegna þess að lögreglumaður hafði skotið ungan mann til bana um síðustu helgi og íbúar bæjarins hafa nú mótmælt fjögur kvöld í röð. Skömmu fyrir mótmælin í gær sagði lögreglustjóri Ferguson að samskipti kynþátta væri forgangsatriði í bænum. Hvítur lögreglumaður skaut þeldökkan mann, en vitni segja hann hafa verið með hendur á lofti þegar hann var skotinn. Lögreglan segir hins vegar að hann hafi reynt að ná vopninu af lögreglumanninum. Komið hefur til átaka á milli lögreglu og mótmælenda, sem kalla: „Upp með hendur, ekki skjóta.“ Lögreglumennirnir eru í þungvopnaðir og í óeirðabúningum. Samkvæmt AP fréttaveitunni segjast tveir blaðamenn Washington Post og Huffington Post að þeir hafi verið teknir höndum af lögreglu. Þeim var sleppt úr haldi án ákæru en segjast hafa verið beittir ofbeldi af lögreglumönnum. Lögreglustjórinn Jon Belmar segir að lögreglumenn hafi sýnt mikla sjálfstjórn. Því þeir hafi orðið fyrir grjóti, flöskum og jafnvel hafi verið skotið á þá. Hann segir mótmælendur hafa eyðilagt yfir 24 lögreglubíla. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út nafn lögreglumannsins sem skaut unga manninn, sem hét Michael Brown, vegna ótta um öryggi hans. Sá hefur verið í lögreglunni í sex ár og hefur verið sendur í launalaust leyfi á meðan skotárásin er rannsökuð. Í bænum Ferguson eru þeldökkir um þriðjungur af 21 þúsund íbúum en 50 lögregluþjónar af 53 eru hvítir.Mótmælendur köstuð grjóti og bensínsprengjum að lögreglu.Vísir/AP Tweets about '#mikebrown #ferguson'
Tengdar fréttir Ungur maður skotinn til bana af lögreglu Frásögnum vitna og lögreglu ber ekki saman um aðstæður skotárásarinnar í Missouri í Bandaríkjunum. 10. ágúst 2014 16:55 Rúmlega fimmtíu handteknir vegna mótmæla í Bandaríkjunum Íbúar bæjarins Ferguson í Bandaríkjunum eru að mótmæla því að lögreglan hafi skotið óvopnaðan ungan mann. 12. ágúst 2014 16:57 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Ungur maður skotinn til bana af lögreglu Frásögnum vitna og lögreglu ber ekki saman um aðstæður skotárásarinnar í Missouri í Bandaríkjunum. 10. ágúst 2014 16:55
Rúmlega fimmtíu handteknir vegna mótmæla í Bandaríkjunum Íbúar bæjarins Ferguson í Bandaríkjunum eru að mótmæla því að lögreglan hafi skotið óvopnaðan ungan mann. 12. ágúst 2014 16:57