Enski boltinn

Pulis hættur með Crystal Palace | Vildi fá Gylfa til Palace

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tony Pulis í leik gegn Fulham í vor.
Tony Pulis í leik gegn Fulham í vor. Vísir/Getty
Enskir miðlar greina frá því í kvöld að Tony Pulis og Crystal Palace hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi Pulis. Er félagið því án knattspyrnustjóra tveimur dögum áður en enska úrvalsdeildin hefst.

Pulis var óánægður með forráðamenn Palace en félagið hefur þegar gengið frá kaupunum á Fraizer Campbell, Brede Hangeland, Chris Kettings og síðast í dag Martin Kelly í félagsskiptaglugganum.

Pulis var hinsvegar óánægður með forráðamenn Crystal Palace. Lagði hann mikla áherslu á að félagið myndi reyna að ganga frá kaupunum á Gylfa Þór Sigurðssyni, Michu og Steven Caulker en allir þessir leikmenn fóru til annarra liða.

Hefur Pulis sagt starfi sínu lausu aðeins tveimur dögum áður en enska úrvalsdeildin hefst en Crystal Palace mætir Arsenal á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×