Erlent

Flugþjónn Malaysian Airlines handtekinn fyrir að káfa á farþega

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það á ekki af flugfélaginu að ganga.
Það á ekki af flugfélaginu að ganga. Vísir/GETTY
Áhafnarmeðlimur í flugi Malaysia Airlines var handtekinn við lendingu í Frakklandi vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega gegn einum farþega vélarinnar. Flugvélin var á leið frá Kúala Lúmpúr til Parísar þann 4. ágúst síðastliðinn.

Flugfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem það staðfestir frásögnina af meintum afbrotum starfsmanns fyrirtækisins og segist líta málið alvarlegum augum.

„Við munum vitaskuld aðstoða frönsk yfirvöld við rannsókn málsins og ítrekum að öryggi, þægindi og vellíðan farþega okkar er ávallt í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningu Malaysia Airlines.

Talið er að brotið hafi átt sér stað þegar farþeginn, sem er áströlsk kona, lýsti flughræðslu sinni fyrir starfsmanni Malaysia Airlines en hún sagðist vera smeyk við að fljúga með flugfélaginu í kjölfar hvarfs MH370 yfir Indlandshafi í mars og gröndunar MH17 í júlí.

Áhafnarmeðlimurinn á þá að hafa reynt að róa taugar farþegans en ekki hefur verið greint frá nánari málavöxtum að svo stöddu. 


Tengdar fréttir

MH17: Lík 80 farþega enn á vettvangi

Teymi rannsóknarsérfræðinga frá Hollandi og Ástralíu er nú komið að staðnum þar sem flak MH 17 liggur. Talið er að lík um 80 farþega séu enn á staðnum.

Óraunhæft að senda vopnað herlið til Úkraínu

Yfirvöld í Hollandi því hætt við að senda sérfræðinga á svæðið eins og til stóð, en alls létust 193 hollenskir ríkisborgarar þegar vél Malaysia airlines var grandað.

Biden segir vélina hafa verið skotna niður

oe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu hafa verið skotna niður. Bandarískir embættismenn sögðust fyrr í kvöld hafa undir höndum gögn sem staðfesta að vélin hafi verið skotin niður með flugskeyti.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×