Erlent

Úkraínumenn skoða rússnesku hjálpargögnin

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að um tvö þúsund tonn af hjálpargögnum séu í rússnesku vöruflutningabílunum.
Áætlað er að um tvö þúsund tonn af hjálpargögnum séu í rússnesku vöruflutningabílunum. Vísir/AFP
Úkraínsk yfirvöld rannsaka nú hjálpargögnin sem Rússar hafa flutt að landamærum ríkjanna og send voru með þrjú hundruð vöruflutningabílum fyrr í vikunni.

Í frétt BBC segir að hjálpargögnin séu ætluð fólki í borgum í bæjum í austurhluta Úkraínu sem eru undir stjórn aðskilnaðarsinna á bandi Rússlandsstjórnar.

Úkraínsk stjórnvöld óttast að vopn kunni að leynast meðal hjálpargagnanna, en Rússar hafa hafnað öllum slíkum ásökunum.

Blaðamenn Guardian sögðu frá því á Twitter í gær að þeir hafi séð fjölda brynvarða bíla rússneska hersins halda yfir landamærin til Úkraínu.

Um tvö þúsund manns hafa látist í átökum úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna á bandi Rússa síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×