Enski boltinn

Rodgers: Hef engar áhyggjur af markaskoruninni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það mun mikið mæða á Raheem Sterling í vetur.
Það mun mikið mæða á Raheem Sterling í vetur. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, telur að þrátt fyrir að félagið hafi selt Luis Suárez í sumar sé leikmannahópurinn sterkari í ár.

Suárez var markahæsti leikmaður liðsins undanfarin tvö tímabil en hann var seldur til Barcelona í vor.

„Við þurftum að styrkja leikmannahópinn í sumar til þess að fá meiri breidd. Við börðumst um titilinn á síðasta tímabili á aðeins 12-13 leikmönnum. Núna getum við leyft okkur að hvíla leikmenn meira,“ sagði Rodgers á fréttamannafundi fyrir fyrsta leik tímabilsins í dag.

„Ef við getum bætt við einum til tveimur leikmönnum í viðbót í þær stöður sem við þá get ég slakað á eftir frábæran félagsskiptaglugga. Við erum með marga leikmenn sem geta skorað mörk og ég hef engar áhyggjur af því að okkur muni ekki takast að skora mörk,“ sagði Rodgers.

Líklegt þykir að gengið verði frá félagsskiptum Alberto Moreno til Liverpool í kvöld en spænski bakvörðurinn æfði með liðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×