Enski boltinn

Sanchez til Villa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sanchez í baráttunni við Yaya Toure í leik Kólumbíu og Fílabeinsstrandarinnar á HM.
Sanchez í baráttunni við Yaya Toure í leik Kólumbíu og Fílabeinsstrandarinnar á HM. Vísir/Getty
Aston Villa hefur fest kaup á kólumbíska miðjumanninum Carlos Sanchez frá spænska liðinu Elche. Sanchez gerði fjögurra ára samning við Villa, en talið er að kaupverðið sé um fimm milljónir punda.

Sanchez, sem er 28 ára, vakti athygli fyrir góða frammistöðu á HM, þar sem hann lék alla fimm leiki Kólumbíu.

Sanchez er annar Kólumbíumaðurinn sem leikur fyrir Villa, á eftir Juan Pablo Angel sem skoraði 44 mörk í 175 deildarleikjum fyrir féalgið á árunum 2001-2007.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×