Enski boltinn

Ross Barkley frá næstu vikurnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ross Barkley í æfingarleik á dögunum.
Ross Barkley í æfingarleik á dögunum. Vísir/Getty
Enski miðjumaðurinn Ross Barkley hjá Everton verður frá næstu vikurnar eftir að hafa meiðst á æfingu liðsins á dögunum.

Miklar væntingar eru gerðar til Barkley sem sló í gegn á síðasta tímabili með liði Everton. Þá var Barkley einn af fáum ljósum punktum enska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í sumar.

Nú er hinsvegar ljóst að hann mun missa af fyrstu vikum mótsins en hann sást yfirgefa æfingarsvæði Everton í gifsi í dag. Barkley lék 38 leiki á síðasta tímabili og skoraði í þeim sjö mörk.

Tólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt.  Ekki missa af því.   

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×