Enski boltinn

Úrslit dagsins í enska boltanum | Dier hetja Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Everton fagna marki McGeady.
Everton fagna marki McGeady. Vísir/Getty
Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar heldur áfram að rúlla, en fimm leikir voru að klárast nú rétt í þessu.

Everton gerði jafntefli við nýliðana í Leicester, en bæði mörk Everton voru í dýrari kantinum. Aðrir nýliðar í QPR töpuðu einnig, en James Chester skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks.

Andreas Weimann heldur uppteknum hætti frá síðasta tímabili og tryggði Aston Villa sterkan útisigur á Stoke.

Hinn tvítugi Saido Berahino skoraði bæði mörk WBA í 2-2 jafntefli gegn Sunderland, en Sebastian Larsson jafnaði metin fimm mínútum fyrir leikslok.

Lundúnarslagurinn milli West Ham og Tottenham endaði með 0-1 sigri Tottenham, en Eric Dier skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Úrslit dagsins:

Leicester - Everton 2-2

0-1 Aiden McGeady (21.), 1-1 Jose Leonardo Ulloa (22.), 1-2 Steven Naismith (45.), 2-2 Chris Wood (86.)

QPR - Hull 0-1

0-1 James Chester (52.)

Stoke - Aston Villa 0-1

0-1 Andreas Weimann (50.)

WBA - Sunderland 2-2

0-1 Lee Cattermole (5.), 1-1 Saido Berahino - víti (42.), 2-1 Saido Berahino (74.), 2-2 Sebastian Larsson (85.)

West Ham - Tottenham 0-1

0-1 Eric Dier (90.)

Rauð spjöld: Kyle Naughton - Tottenham (29.), James Collins - West Ham (63.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×