Enski boltinn

Enski boltinn | Liverpool og City í eldlínunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Liverpool og Newcastle á síðustu leiktíð.
Úr leik Liverpool og Newcastle á síðustu leiktíð. Vísir/AFP
Tveir leikir eru í enska boltanum í dag, en fyrsta umferðin heldur áfram. Liverpool og Manchester City eru í eldlínunni.

Liverpool fær Southampton í heimsókn á Anfield Road, en Liverpool hefur fengið þrjá leikmenn frá Southampton í sumar; þá Dejan Lovren, Adam Lallana og Rickie Lambert. Southampton-lið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku í sumar og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir spreyta sig.

Í hinum leik dagsins mætast Newcastle United og Manchester City. Ríkjandi meistarar í City mæta með feyknasterkt lið sitt á St. James Park, en Newcastle er dálítið óskrifað blað í enska boltanum í vetur.

Báðir leikir dagsins verða sýndir á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD.

Leikir dagsins:

12.30 Liverpool - Southampton

15.00 Newcastle United - Manchester City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×