Enski boltinn

Martinez staðfestir alvarleg meiðsli Barkley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Ross Barkley, miðjumaður Everton, gæti verið frá í allt að fimm mánuði vegna meiðsla á hné. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Everton.

Enski landsliðsmaðurinn meiddist á hné á æfingu Everton á föstudaginn og missti þar af leiðandi af jafnteflisleik liðsins gegn Leicester í gær, 2-2.

Liðbönd í hægra hné Barkley eru að angra hann og er alls óvíst hversu lengi Barkley verður frá, en hann gæti verið frá þangað til í janúar en það er alls óvíst.

„Barkley er frábær fótboltamaður og við munum sakna hans, það er enginn vafi um það. Hann var svo tilbúinn á undirbúningstímabilinu," sagði Roberto Martinez, þjálfari Everton.

„Hópurinn ætti að vera nægilega stór til að fylla í skarð Barkley, en það eru vonbrigði að missa Barkley því hann leit mjög vel út."

„Hann er mjög vonsvikinn því hann var svo spenntur fyrir þessa tímabilinu og þegar hann kom heim frá HM lagði hann mikið aukalega á sig til að vera klár í slaginn í byrjun móts," sagði virkilega sár, Roberto Martinez, enda búinn að missa einn sinn besta mann í meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×