Enski boltinn

Margt líkt með Ramsey og Fabregas

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna sigurmarki Aaron Ramsey sem er í miðjunni.
Leikmenn Arsenal fagna sigurmarki Aaron Ramsey sem er í miðjunni. Vísir/Getty
Mikel Arteta, fyrirliði Arsenal, telur að Aaron Ramsey sé jafn mikilvægur liði Arsenal þessa stundina og Cesc Fabregas var á sínum tíma.

Ramsey sem er aðeins 23 ára skoraði sigurmark Arsenal gegn Crystal Palace um helgina í uppbótartíma. Ramsey hefur nú skorað í þremur leikjum í röð, úrslitaleiknum í FA-bikarnum, góðgerðarskildinum og fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni.

„Hann virðist vera einfaldlega óstöðvandi þessa dagana. Við erum ekki með leikmann sem skorar 30 eða 40 mörk og því er mikilvægt að vera með menn á miðjunni sem skora reglulega. Sjálfstraustið er í botni þessa dagana hjá honum og hann er einn af mikilvægustu mönnum liðsins.“

Arsenal leyfði fyrrum fyrirliða liðsins, Fabregas að ganga til liðs við erkifjenduna í Chelsea í sumar án þess að blanda sér í baráttuna um spænska miðjumanninn.

„Ramsey minnir mig á Fabregas þegar hann var upp á sitt besta. Líkt og Cesc er Ramsey að mæta inn í teiginn og að skora mikilvæg mörk. Varnarmenn eru byrjaðir að óttast hann og hann mun aðeins verða betri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×