Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 3-0 | Blikar geta andað léttar Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 18. ágúst 2014 16:13 Árni Vilhjálmsson og Tómas Óli Garðarsson, leikmenn Breiðabliks. vísir/daníel Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira