Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 3-0 | Blikar geta andað léttar Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 18. ágúst 2014 16:13 Árni Vilhjálmsson og Tómas Óli Garðarsson, leikmenn Breiðabliks. vísir/daníel Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Blikar unnu magnaðan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Öll mörk leiksins komu á síðasta stundarfjórðungnum og Blikar í mun betri málum í deildinni eftir leikinn í kvöld. Liðið er allt í einu komið í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig. Framarar sem fyrr í næstneðsta sæti. Heimamenn byrjuðu leikinn virkilega vel og óðu strax í færum alveg frá fyrstu mínútu. Leikmenn liðsins voru vel stemmdir en það vantaði loka höggið til að koma boltanum í netið. Framarar voru ekki mættir fyrsta hálftímann í fyrri hálfleiknum en komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins fékk Haukur Baldvinsson, leikmaður Fram og fyrrum leikmaður Breiðabliks, langbesta færi fyrri hálfleiksins. Hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Viktori Bjarka en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel í marki heimamanna. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur bragðdaufari og það var greinilegt að hvorugt liðið vildi tapa hér í kvöld. Menn voru ekki tilbúnir að taka mikla áhættu og það sást greinilega á leik beggja liða. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum fór allt í gang og rúmlega það. Eitt magnaðasta atvik sumarsins átti eftir að líta dagsins ljós. Framarar áttu aukaspyrnu og Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði greinilega að Denis myndi taka spyrnuna. Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Framarar urðu alveg brjálaðir en staðan orðin 1-0. Framarar voru heldur betur vankaðir eftir atvikið og aðeins tveim mínútum síðar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson mark beint úr aukaspyrnu. Þröngt færi og Denis Cardaklija reiknaði greinilega með fyrirgjöf og boltinn sigldi aftur á móti bara rólega í netið. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði síðan Elfar Árni Aðalsteinsson þriðja mark Blika eftir frábæra stoðsendingu frá Árna Vilhjálmssyni. Allt í einu var staðan orðin 3-0 en rétt áður leit allt úr fyrir að leiknum myndu ljúka með markalausu jafntefli. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika sem skjótast upp í sjöunda sætið. Bjarni: Full stórt tap„Þetta er kannski fullt stórt tap,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en eigum samt sem áður tvö mjög fín færi til að skora. Síðan komum við ekki alveg nægilega vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn en mér fannst eins og við værum að vinna okkur inn í leikinn en þá gefum við þeim mark.“ Bjarni segir að eftir markið hafi allt opnast hjá liðinu og mörkin komið hvert á eftir öðru. Bjarni var ekki sáttur með fyrsta markið sem liðið fékk á sig. „Þarna kemur inn í leikinn skilningur dómarans. Það var ljóst að minn maður var ekki að taka aukaspyrnuna, ef hann hefði gert það hefði hann sent boltann þéttingsfast til baka. Það hefði enginn sagt neitt ef dómarinn hefði bara látið okkur taka spyrnuna aftur.“ Árni Vil: Þeir voru ekki að skilja hvorn annan„Þetta var algjör bikarúrslitaleikur fyrir okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson, framherji Blika, eftir leikinn. Árni skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Við erum gríðarlega sáttir með það að halda hreinu og skora þessi þrjú mörk.“ Árni segir að stigin séu heldur betur kærkomin. „Maður fann það í upphitun hvað það var góð stemmning í hópnum.“ Árni skoraði fyrsta mark leiksins sem var nokkuð skrautlegt. „Þeir tóku aukaspyrnuna og voru einfaldlega ekki að skilja hvorn annan. Ég var fljótur að átta mig á þessu, náði boltanum og setti hann framhjá markverðinu.“ „Við getum samt sem áður alls ekkert farið að slaka á núna, næsti leikur verður alveg jafn mikilvægur og þessi og menn verða halda áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira