Rodgers hafnaði því að vinna með Van Gaal Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. ágúst 2014 19:30 Stjórinn Rodgers vísir/getty Liverpool og Manchester United mætast í úrslitum Guinness International æfingamótinu í fótbolta á miðnætti í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Liverpool og Manchester United leika ekki vináttuleiki. Þrjátíu og eitt ár er síðan liðin mættust í minningaleik um Billy Drennan fyrrum ritara írska knattspyrnusambandsins. Síðan hafa liðin ekki mæst í æfingaleik eða allt þar til í kvöld. Það þarf ekki að auka á spennuna þegar þessi lið mætast. Leikmenn liðanna hafa lýst því yfir að þetta sé enginn venjulegur æfingaleikur og fátt vináttulegt við hann. Og nú hefur komið á daginn að knattspyrnustjórar liðanna hefðu getað verið samherjar.Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United fór í viðtal hjá Liverpool í maí 2012 eftir að Kenny Dalglish var rekinn úr starfi. Það stóð til að ráða Van Gaal sem íþróttastjóra hjá félaginu sem myndi starfa með ungan þjálfara undir sér. Ekkert varð úr þeirri ráðningu þegar Brendan Rodgers seldi John W. Henry framtíðarsýn sína fyrir félagið og þvertók fyrir að starfa undir íþróttastjóra. Norður-Írinn Rodgers segir ekkert persónulegt skýra þá afstöðu sína. Hann hafi einfaldlega viljað stjórna upprisu Liverpool sjálfur. „Ég veit ekki hversu marga félagið talaði við en fyrir mig að koma inn þá snérist þetta alltaf um að vinna með hópi af fólki en ekki að heyra undir stjórn knattspyrnumála,“ sagði Rodgers. „Ég hef alltaf litið á knattspyrnustjóra sem tæknilegan stjórnanda. Hann stýrir því hvernig knattspyrnuþróun félagsins er og ég trúi því að það er á ábyrgð framkvæmdarstjórans. „Ég vinn best þegar ég hef beinan aðgang að eigendunum. Eina skiptið sem mér mistókst, ef hægt sé að segja svo, var þegar ég var með millilið hjá Reading. Þá hafði ég íþróttastjóra. „Einn af mínum styrkleikum er að geta talað við þá fyrir ofan mig og ef ég get það ekki eða einhver milliliður dregur úr orðum mínum þá gengur það ekki upp. „Þetta skiptir mig miklu máli. Þetta þýðir þó ekki að ég geti ekki unnið með öðrum. En mér þykir mikilvægt að ég beri fulla ábyrgð á mínu starfi. Ég held að eigendurnir hafi tekið undir það,“ sagði Rodgers. Eftir að Van Gaal fékk ekki starfið hjá Liverpool tók hann öðru sinni við hollenska landsliðinu áður en hann samþykkti að taka við Manchester United. „Ég hef aldrei mætt Louis van Gaal áður en ég þekki hann augljóstlega í gegnum Jose Mourinho og ég veit að hann hafði mikil áhrif á Jose hjá Barcelona. „Ég þekki aðferðir hans og hvernig hann vinnur. Hann á að baki frábæran feril. Hann er mjög reyndur og góður framkvæmdarstjóri og hann lætur verkin tala og ætlar að marka sín spor,“ sagði Rodgers sem segir meira undir en tveggja milljóna punda verðlaunaféið sem sigurvegarinn í nótt fær. „Liverpool gegn Manchester United er einn stærsti leikur heims og að fá hann í Bandaríkjunum er frábært fyrir áhorfendur og mótshaldara. „Þetta verður frábær leikur og við hlökkum til hans. Bæði lið vilja vinna. „Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að koma liðunum í stand og þú vilt ekki að leikmenn meiðist en það verða tvö einbeitt lið að keppa og á þessu stigi undirbúningstímabilsins eru liðin að keyra upp hraðann,“ sagði Rodgers. Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Liverpool og Manchester United mætast í úrslitum Guinness International æfingamótinu í fótbolta á miðnætti í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Liverpool og Manchester United leika ekki vináttuleiki. Þrjátíu og eitt ár er síðan liðin mættust í minningaleik um Billy Drennan fyrrum ritara írska knattspyrnusambandsins. Síðan hafa liðin ekki mæst í æfingaleik eða allt þar til í kvöld. Það þarf ekki að auka á spennuna þegar þessi lið mætast. Leikmenn liðanna hafa lýst því yfir að þetta sé enginn venjulegur æfingaleikur og fátt vináttulegt við hann. Og nú hefur komið á daginn að knattspyrnustjórar liðanna hefðu getað verið samherjar.Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United fór í viðtal hjá Liverpool í maí 2012 eftir að Kenny Dalglish var rekinn úr starfi. Það stóð til að ráða Van Gaal sem íþróttastjóra hjá félaginu sem myndi starfa með ungan þjálfara undir sér. Ekkert varð úr þeirri ráðningu þegar Brendan Rodgers seldi John W. Henry framtíðarsýn sína fyrir félagið og þvertók fyrir að starfa undir íþróttastjóra. Norður-Írinn Rodgers segir ekkert persónulegt skýra þá afstöðu sína. Hann hafi einfaldlega viljað stjórna upprisu Liverpool sjálfur. „Ég veit ekki hversu marga félagið talaði við en fyrir mig að koma inn þá snérist þetta alltaf um að vinna með hópi af fólki en ekki að heyra undir stjórn knattspyrnumála,“ sagði Rodgers. „Ég hef alltaf litið á knattspyrnustjóra sem tæknilegan stjórnanda. Hann stýrir því hvernig knattspyrnuþróun félagsins er og ég trúi því að það er á ábyrgð framkvæmdarstjórans. „Ég vinn best þegar ég hef beinan aðgang að eigendunum. Eina skiptið sem mér mistókst, ef hægt sé að segja svo, var þegar ég var með millilið hjá Reading. Þá hafði ég íþróttastjóra. „Einn af mínum styrkleikum er að geta talað við þá fyrir ofan mig og ef ég get það ekki eða einhver milliliður dregur úr orðum mínum þá gengur það ekki upp. „Þetta skiptir mig miklu máli. Þetta þýðir þó ekki að ég geti ekki unnið með öðrum. En mér þykir mikilvægt að ég beri fulla ábyrgð á mínu starfi. Ég held að eigendurnir hafi tekið undir það,“ sagði Rodgers. Eftir að Van Gaal fékk ekki starfið hjá Liverpool tók hann öðru sinni við hollenska landsliðinu áður en hann samþykkti að taka við Manchester United. „Ég hef aldrei mætt Louis van Gaal áður en ég þekki hann augljóstlega í gegnum Jose Mourinho og ég veit að hann hafði mikil áhrif á Jose hjá Barcelona. „Ég þekki aðferðir hans og hvernig hann vinnur. Hann á að baki frábæran feril. Hann er mjög reyndur og góður framkvæmdarstjóri og hann lætur verkin tala og ætlar að marka sín spor,“ sagði Rodgers sem segir meira undir en tveggja milljóna punda verðlaunaféið sem sigurvegarinn í nótt fær. „Liverpool gegn Manchester United er einn stærsti leikur heims og að fá hann í Bandaríkjunum er frábært fyrir áhorfendur og mótshaldara. „Þetta verður frábær leikur og við hlökkum til hans. Bæði lið vilja vinna. „Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að koma liðunum í stand og þú vilt ekki að leikmenn meiðist en það verða tvö einbeitt lið að keppa og á þessu stigi undirbúningstímabilsins eru liðin að keyra upp hraðann,“ sagði Rodgers.
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira