Rodgers hafnaði því að vinna með Van Gaal Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. ágúst 2014 19:30 Stjórinn Rodgers vísir/getty Liverpool og Manchester United mætast í úrslitum Guinness International æfingamótinu í fótbolta á miðnætti í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Liverpool og Manchester United leika ekki vináttuleiki. Þrjátíu og eitt ár er síðan liðin mættust í minningaleik um Billy Drennan fyrrum ritara írska knattspyrnusambandsins. Síðan hafa liðin ekki mæst í æfingaleik eða allt þar til í kvöld. Það þarf ekki að auka á spennuna þegar þessi lið mætast. Leikmenn liðanna hafa lýst því yfir að þetta sé enginn venjulegur æfingaleikur og fátt vináttulegt við hann. Og nú hefur komið á daginn að knattspyrnustjórar liðanna hefðu getað verið samherjar.Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United fór í viðtal hjá Liverpool í maí 2012 eftir að Kenny Dalglish var rekinn úr starfi. Það stóð til að ráða Van Gaal sem íþróttastjóra hjá félaginu sem myndi starfa með ungan þjálfara undir sér. Ekkert varð úr þeirri ráðningu þegar Brendan Rodgers seldi John W. Henry framtíðarsýn sína fyrir félagið og þvertók fyrir að starfa undir íþróttastjóra. Norður-Írinn Rodgers segir ekkert persónulegt skýra þá afstöðu sína. Hann hafi einfaldlega viljað stjórna upprisu Liverpool sjálfur. „Ég veit ekki hversu marga félagið talaði við en fyrir mig að koma inn þá snérist þetta alltaf um að vinna með hópi af fólki en ekki að heyra undir stjórn knattspyrnumála,“ sagði Rodgers. „Ég hef alltaf litið á knattspyrnustjóra sem tæknilegan stjórnanda. Hann stýrir því hvernig knattspyrnuþróun félagsins er og ég trúi því að það er á ábyrgð framkvæmdarstjórans. „Ég vinn best þegar ég hef beinan aðgang að eigendunum. Eina skiptið sem mér mistókst, ef hægt sé að segja svo, var þegar ég var með millilið hjá Reading. Þá hafði ég íþróttastjóra. „Einn af mínum styrkleikum er að geta talað við þá fyrir ofan mig og ef ég get það ekki eða einhver milliliður dregur úr orðum mínum þá gengur það ekki upp. „Þetta skiptir mig miklu máli. Þetta þýðir þó ekki að ég geti ekki unnið með öðrum. En mér þykir mikilvægt að ég beri fulla ábyrgð á mínu starfi. Ég held að eigendurnir hafi tekið undir það,“ sagði Rodgers. Eftir að Van Gaal fékk ekki starfið hjá Liverpool tók hann öðru sinni við hollenska landsliðinu áður en hann samþykkti að taka við Manchester United. „Ég hef aldrei mætt Louis van Gaal áður en ég þekki hann augljóstlega í gegnum Jose Mourinho og ég veit að hann hafði mikil áhrif á Jose hjá Barcelona. „Ég þekki aðferðir hans og hvernig hann vinnur. Hann á að baki frábæran feril. Hann er mjög reyndur og góður framkvæmdarstjóri og hann lætur verkin tala og ætlar að marka sín spor,“ sagði Rodgers sem segir meira undir en tveggja milljóna punda verðlaunaféið sem sigurvegarinn í nótt fær. „Liverpool gegn Manchester United er einn stærsti leikur heims og að fá hann í Bandaríkjunum er frábært fyrir áhorfendur og mótshaldara. „Þetta verður frábær leikur og við hlökkum til hans. Bæði lið vilja vinna. „Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að koma liðunum í stand og þú vilt ekki að leikmenn meiðist en það verða tvö einbeitt lið að keppa og á þessu stigi undirbúningstímabilsins eru liðin að keyra upp hraðann,“ sagði Rodgers. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Liverpool og Manchester United mætast í úrslitum Guinness International æfingamótinu í fótbolta á miðnætti í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Liverpool og Manchester United leika ekki vináttuleiki. Þrjátíu og eitt ár er síðan liðin mættust í minningaleik um Billy Drennan fyrrum ritara írska knattspyrnusambandsins. Síðan hafa liðin ekki mæst í æfingaleik eða allt þar til í kvöld. Það þarf ekki að auka á spennuna þegar þessi lið mætast. Leikmenn liðanna hafa lýst því yfir að þetta sé enginn venjulegur æfingaleikur og fátt vináttulegt við hann. Og nú hefur komið á daginn að knattspyrnustjórar liðanna hefðu getað verið samherjar.Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United fór í viðtal hjá Liverpool í maí 2012 eftir að Kenny Dalglish var rekinn úr starfi. Það stóð til að ráða Van Gaal sem íþróttastjóra hjá félaginu sem myndi starfa með ungan þjálfara undir sér. Ekkert varð úr þeirri ráðningu þegar Brendan Rodgers seldi John W. Henry framtíðarsýn sína fyrir félagið og þvertók fyrir að starfa undir íþróttastjóra. Norður-Írinn Rodgers segir ekkert persónulegt skýra þá afstöðu sína. Hann hafi einfaldlega viljað stjórna upprisu Liverpool sjálfur. „Ég veit ekki hversu marga félagið talaði við en fyrir mig að koma inn þá snérist þetta alltaf um að vinna með hópi af fólki en ekki að heyra undir stjórn knattspyrnumála,“ sagði Rodgers. „Ég hef alltaf litið á knattspyrnustjóra sem tæknilegan stjórnanda. Hann stýrir því hvernig knattspyrnuþróun félagsins er og ég trúi því að það er á ábyrgð framkvæmdarstjórans. „Ég vinn best þegar ég hef beinan aðgang að eigendunum. Eina skiptið sem mér mistókst, ef hægt sé að segja svo, var þegar ég var með millilið hjá Reading. Þá hafði ég íþróttastjóra. „Einn af mínum styrkleikum er að geta talað við þá fyrir ofan mig og ef ég get það ekki eða einhver milliliður dregur úr orðum mínum þá gengur það ekki upp. „Þetta skiptir mig miklu máli. Þetta þýðir þó ekki að ég geti ekki unnið með öðrum. En mér þykir mikilvægt að ég beri fulla ábyrgð á mínu starfi. Ég held að eigendurnir hafi tekið undir það,“ sagði Rodgers. Eftir að Van Gaal fékk ekki starfið hjá Liverpool tók hann öðru sinni við hollenska landsliðinu áður en hann samþykkti að taka við Manchester United. „Ég hef aldrei mætt Louis van Gaal áður en ég þekki hann augljóstlega í gegnum Jose Mourinho og ég veit að hann hafði mikil áhrif á Jose hjá Barcelona. „Ég þekki aðferðir hans og hvernig hann vinnur. Hann á að baki frábæran feril. Hann er mjög reyndur og góður framkvæmdarstjóri og hann lætur verkin tala og ætlar að marka sín spor,“ sagði Rodgers sem segir meira undir en tveggja milljóna punda verðlaunaféið sem sigurvegarinn í nótt fær. „Liverpool gegn Manchester United er einn stærsti leikur heims og að fá hann í Bandaríkjunum er frábært fyrir áhorfendur og mótshaldara. „Þetta verður frábær leikur og við hlökkum til hans. Bæði lið vilja vinna. „Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að koma liðunum í stand og þú vilt ekki að leikmenn meiðist en það verða tvö einbeitt lið að keppa og á þessu stigi undirbúningstímabilsins eru liðin að keyra upp hraðann,“ sagði Rodgers.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira