Á undanhaldi að loka á frídegi verslunarmanna Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. ágúst 2014 20:00 Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Formaður VR segir að frídagur verslunarmanna hafi breyst mikið í áranna rás. Hefðin fyrir að loka verslunum sé á undanhaldi.Vörur gengu kaupum og sölum í miðborg Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að haldið væri hátíðlega upp á frídag verslunarmanna. 110 ár eru frá því að frídagurinn var fyrst haldinn hér á landi.Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, kveðst ekki vera á móti því að verslunarmenn kjósi að hafa verslanir sínar opnar á frídegi verslunarmanna. „Hugsunin með frídeginum var auðvitað að gefa verslunarfólki frí en það hefur svo sannarlega breyst. Núna er þetta mesta ferðamannahelgi ársins. Við erum þó búin að tryggja það í kjarasamningum að fólk sé að fá greitt stórhátíðarálag fyrir að vinna á þessum degi,“ segir Ólafía.Allt önnur barátta í haust Ólafía segir erfiða kjarabaráttu framundan í vetur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara inn í erfiða samninga. Þetta upphaflega innlegg sem við vorum með í byrjun um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og halda aftur af þessu miklu launaskriði - það er greinilegt að það hefur ekki tekist. Við þurfum að huga að allt annarri baráttu en við háðum í lok desember á síðasta ári,“ segir Ólafía. Hún telur þó margt jákvætt hafa áunnist í kjarabaráttunni á síðustu misserum. „Verðbólgumarkmiðin hafa náðst og það er mjög góður árangur en það er alveg ljóst að VR félagar sætta sig ekki við að önnur félög á vinnumarkaðnum séu að semja um eitthvað allt annað en það sem við erum með.“Á tvöföldum launum Þeir sem voru að störfum í miðborginni í dag kvörtuðu ekki yfir því að þurfa að vinna. „Þetta er eins og hver annar dagur,“ sagði Guðbergur Eyjólfsson, verslunareigandi í Volgu á Aðalstræti. „Það er nóg af fólki í bænum og fínn dagur.“Veronika Sólrún Baldursdóttir, starfsmaður verslunarinnar Kvosin, var sátt með vinnudaginn. „Það er mjög fínt. Það hefur verið svolítið rólegt í dag en gaman að tala við viðskiptavinina. Ég er hress,“ sagði Veronika sem var kát enda á stórhátíðarkaupi í vinnunni.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira