Erlent

Sendi tengdaforeldrum sínum sprengju í pósti

Samúel Karl Ólason skrifar
Richard Parker.
Richard Parker.
Richard Parker hefur viðurkennt að hafa myrt tengdaforeldra sína með sprengju sem hann sendi þeim í pósti. Fyrir dómstólum játaði hann verknaðinn gegn því að vera ekki tekinn af lífi. Hann er sagður hafa skuldað tengdaforeldrum sínum þúsundir dala.

Jon og Marion Setzer fengu pakka sem innihélt sprengju sendann á heimili sitt sem er skammt frá Nashville í Tenessee í Bandaríkjunum. Jon lést samstundis í sprengingunni, en Marion lést á sjúkrahúsi skömmu seinna.

Áður en Richard var handtekin hafði hann setið við rúm tengdamóður sinnar á sjúkrahúsinu klukkutímum saman. Þar sat hann með fjórum börnum hennar og presti.

Öryggismyndbandsupptökur úr Walmart sýndu hann kaupa það sem til þarf til að gera sprengju.

AP fréttaveitan segir prestinn segja að aldrei hafi verið upp nein merki um stirt samband þeirra.

Richard hefur áður komist í kast við lögin en árið 1990 var hann ákærður fyrir að brenna hús sem hann átti að vera að gera upp. Þá kom tengdafaðir hans að því að verja hann í dómsal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×