Erlent

Fjórtán slösuðust í árekstri á Times-torgi

Atli Ísleifsson skrifar
Rúturnar skullu saman á horni sjöunda breiðstrætis og 47. strætis.
Rúturnar skullu saman á horni sjöunda breiðstrætis og 47. strætis. Vísir/AFP
Fjórtán slösuðust þegar tvær tveggja hæða rútur lentu í árekstri á Times- torgi í New York síðdegis í dag.

Rúturnar skullu saman á horni sjöunda breiðstrætis og 47. strætis, nærri rauðu TKTS tröppunum þar sem fólk kaupir aðgangsmiða á Broadway-sýningar.

Ekki er ljóst hvað olli slysinu en lögregla er enn að störfum á slysstaðnum.

Í frétt New York Times segir að þrír hafi hlotið alvarlega áverka, en eru þó ekki í lífshættu. Að sögn lögreglu í borginni skullu einnig umferðarljós á jörðina í árekstrinum.

Torgið er einn umferðarþyngsti staður borgarinnar og heimsækja nokkur hundruð þúsund torgið á degi hverjum.

Vísir/AFP
Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×