Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 10:29 Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir. Mynd/Boðskipti „Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619 Hestar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
„Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619
Hestar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira