Erlent

Farþegar ýttu lest af manni

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Youtube
Starfsmenn og farþegar járnbrautalestar í Perth í Ástralíu lögðust öll á eitt til að koma manni til bjargar sem hafði fest sig á milli lestarinnar og lestarpallsins. Fjöldinn allur af fólki ýtti í sameiningu á lestina og hölluðu henni frá pallinum svo hægt væri að losa manninn.

Upprunalega var farþegum lestarinnar sagt að færa sig yfir í hinn helming hennar og vonast var til að þunginn myndi hækka lestina svo hægt væri að losa manninn.

Talsmaður lestarkerfisins í Perth sagði þetta atvik vera einstakt. „Við vorum mjög heppin með að starfsfólk var mjög fljótt á vettvang. Líka að allir farþegar fylgdu leiðbeiningum starfsfólksins og kom sjálft með góðar hugmyndir og hjálpaði til,“ segir Claire Krol.

Hér fyrir neðan má sjá mynd og myndband af atvikinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×