Erlent

Tveir breskir læknanemar myrtir

Neil Dalton og Aidan Brunger.
Neil Dalton og Aidan Brunger.
Tveir breskir læknanemar, 22 og 23 ára, voru í dag stungnir til bana í Kuching í Malasíu eftir að hafa lent í útistöðum á krá við fjóra malasíska menn.

Nemarnir héldu á brott eftir deilurnar en veittu árásarmennirnir þeim eftirför, réðust á þá og að lokum stungu þá. Þeir fundust liggjandi á vegi í Kuching með stungusár á brjósti og baki.

Lögreglan hefur handtekið þá fjóra sem grunaðir eru um verknaðinn og hefur lagt hald á bifreið þeirra og hníf.

Læknanemarnir voru í Newcastle háskóla í Bretlandi og hétu Neil Dalton og Aidan Brunger. Þeir voru í sex vikna starfsnámi ásamt fimm öðrum á spítala í Kuching.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×