Erlent

Boris Johnson hyggur á endurkomu í breska þingið

Randver Kári Randversson skrifar
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, þykir litríkur stjórnmálamaður.
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, þykir litríkur stjórnmálamaður. Vísir/AFP
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til þings í þingkosningunum sem fram fara í Bretlandi á næsta ári. David Cameron, forsætisráðherra, segir áform Johnsons fagnaðarefni fyrir Íhaldsflokkinn. 

Á vef BBC kemur fram að í lok ræðu sinnar um Evrópumál í London í dag hafi Johnson sagt það afar líklegt að hann færi í framboð til fulltrúadeildar breska þingsins á næsta ári þó svo hann hafi ekki ákveðið hvaða kjördæmi hann biði sig fram í. Hann hefur jafnframt lýst því yfir áður að hann muni sitja áfram út kjörtímabil sitt sem borgarstjóri Lundúnaborgar, sem klárast árið 2016.

Boris Johnson sat á þingi fyrir Íhaldsflokkinn frá árinu 2001 þar til hann varð borgarstjóri Lundúnaborgar árið 2008. Í nokkurn tíma hafa verið vangaveltur verið uppi um hugsanlega endurkomu Johnsons í breska þingið og möguleika hans á að verða forsætisráðherraefni Íhaldsflokksins þegar David Cameron lætur af völdum. Johnson sagði nýverið í viðtali við BBC að það væri afar ólíklegt að hann tæki einhvern tímann við af David Cameron sem leiðtogi Íhaldsmanna, þar sem staðan væri einfaldlega ekki laus.

Í kjölfar ummæla Johnsons sagði David Cameron á Twitter að áform Johnsons um endurkomu í breska þingið væru góð tíðindi, þar sem hann vilji hafa alla sína stjörnuleikmenn á vellinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×