Erlent

Útför Ríkharðs þriðja verður í beinni

Atli Ísleifsson skrifar
Jarðneskar leifar konungsins fundust nærri Leicester á síðasta ári.
Jarðneskar leifar konungsins fundust nærri Leicester á síðasta ári. Vísir/AFP
Breska Channel 4 mun sýna beint frá útför Ríkharðs þriðja í mars á næsta ári. Líkamsleifar konungsins fundust þegar verið var að grafa upp vegna bílastæðaplans í Leicester, en hann féll í orrustunni við Bosworth árið 1485.

Nú stendur til að veita Ríkharði viðeigandi útför. Í mars á næsta ári mun sjónvarpsstöðin leggja heila viku undir konunginn en fall hans batt enda á Rósastríðin svokölluðu, borgarastyrjöld þar sem tvær greinar ensku konungsættarinnar tókust á með hléum á árunum 1455 til 1485. Mun vikunni svo ljúka vikunni með beinni útsendingu frá útförinni.

Í frétt SVD segir að hinsti hvílustaður konungsins verði í dómkirkjunni í Leicester, skammt frá þeim stað sem hann fannst.

Hópur afkomenda konungins hafði áður krafist þess að hann yrði jarðsettur í norðurhluta Jórvíkur. Á sá staður, í það minnsta að sögn afkomendanna, að hafa verið Ríkharði sérstaklega kær. Dómstóll hafnaði hins vegar kröfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×