Enski boltinn

Neville: Síðasta tímabil var hörmung

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neville til vinstri ásamt Ryan Giggs.
Neville til vinstri ásamt Ryan Giggs. Vísir/Getty
Phil Neville, fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Manchester United, segir að síðasta tímabilið hafi verið algjör hörmung hjá Manchester United og segir að allir þurfi að taka ábyrgð.

„Ég var hluti af þessu á síðasta tímabili og þetta var hörmung," sagði Neville.

„Þetta var algjör hörmung frá byrjun til enda og við verðum allir að taka ábyrgð, ekki bara David Moyes. Ég ték ábyrð og það gera allir sem komu að liðinu."

Neville hefur mikla trú á nýja stjóra United, Louis van Gaal.

„Ég held að við séum að fara vinna deildina. Ég er viss um að Louis van Gaal segi það við leikmennina, því annað sætið er ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Manchester United."

„Við eigum frábæra möguleika á þessu tímabíl útaf það er enginn Evrópukeppni og við getum algjörlega einbeitt okkur að deildinni. Miðað við það sem ég sá á undirbúningstímabilinu og allan stuðninginn sem við fengum er klúbburinn að verða stærri og stærri," sagði Neville að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×