Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni 24. maí 2014 00:01 Ramos fagnar marki sínu Vísir/afp Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira