Ólíklegt að vindmyllur valdi fugladauða við Búrfell Hrund Þórsdóttir skrifar 11. júlí 2014 20:34 Eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um stendur til að reisa vindmyllugarð við Búrfell og eitt af því sem þarf að rannsaka í því samhengi eru möguleg áhrif á fuglalíf. Ákveðið var að horfa til Danmerkur og fékk Landsvirkjun háskólann í Árósum til liðs við sig. „Vísindamennirnir þar eru í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands sem er að gera rannsóknir á fuglalífi við Búrfell á sama hátt og gert er við uppsetningu vindmylla erlendis. Málið snýst auðvitað fyrst og fremst um að vita hvar flugleiðirnar eru og setja ekki vindmyllurnar í farleið fuglanna,“ segir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun. Rætt hefur verið um fugladauða í tengslum við vindmyllur erlendis, en við Búrfell ætti hann ekki að verða vandamál. Skýringin er staðsetningin; fuglalíf þar er lítið en annað gæti orðið uppi á teningnum, til dæmis ef vindmyllur yrðu reistar nær sjó í framtíðinni. Rannsóknin beinist að því að meta fjölda varpfugla og kanna umferð fugla um svæðið. Notast er við radarathuganir sem hafa lítið verið notaðar í fuglarannsóknum hérlendis. „Við notum radar eins og er notaður á fiskiskipum og höfum hann þannig stilltan að við getum numið merki frá svona litlum hlutum eins og fuglum sem eru á flugi. Svo notum við radarinn til að fylgja eftir ferðum fuglanna um svæðið,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Aðalsteinn vill ekki tjá sig strax um hvort líklegt sé að vindmyllur hafi áhrif á fugla á svæðinu, en vitað er að flugleið heiðargæsa í Þjórsárverum liggur um þessar slóðir. Óljóst er þó hvaða leið þær fljúga þegar þær koma niður frá varpstöðvunum og verður það kannað í haust. Svæðið sem er til skoðunar er nokkuð stórt. „Það er mjög líklegt að innan þess svæðis sem við erum að skoða, séu svæði þar sem vindmyllur myndu hafa mjög lítil áhrif á fugla,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Eins og Stöð 2 og Vísir hafa fjallað um stendur til að reisa vindmyllugarð við Búrfell og eitt af því sem þarf að rannsaka í því samhengi eru möguleg áhrif á fuglalíf. Ákveðið var að horfa til Danmerkur og fékk Landsvirkjun háskólann í Árósum til liðs við sig. „Vísindamennirnir þar eru í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands sem er að gera rannsóknir á fuglalífi við Búrfell á sama hátt og gert er við uppsetningu vindmylla erlendis. Málið snýst auðvitað fyrst og fremst um að vita hvar flugleiðirnar eru og setja ekki vindmyllurnar í farleið fuglanna,“ segir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun. Rætt hefur verið um fugladauða í tengslum við vindmyllur erlendis, en við Búrfell ætti hann ekki að verða vandamál. Skýringin er staðsetningin; fuglalíf þar er lítið en annað gæti orðið uppi á teningnum, til dæmis ef vindmyllur yrðu reistar nær sjó í framtíðinni. Rannsóknin beinist að því að meta fjölda varpfugla og kanna umferð fugla um svæðið. Notast er við radarathuganir sem hafa lítið verið notaðar í fuglarannsóknum hérlendis. „Við notum radar eins og er notaður á fiskiskipum og höfum hann þannig stilltan að við getum numið merki frá svona litlum hlutum eins og fuglum sem eru á flugi. Svo notum við radarinn til að fylgja eftir ferðum fuglanna um svæðið,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Aðalsteinn vill ekki tjá sig strax um hvort líklegt sé að vindmyllur hafi áhrif á fugla á svæðinu, en vitað er að flugleið heiðargæsa í Þjórsárverum liggur um þessar slóðir. Óljóst er þó hvaða leið þær fljúga þegar þær koma niður frá varpstöðvunum og verður það kannað í haust. Svæðið sem er til skoðunar er nokkuð stórt. „Það er mjög líklegt að innan þess svæðis sem við erum að skoða, séu svæði þar sem vindmyllur myndu hafa mjög lítil áhrif á fugla,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira