Átján bornir til grafar á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2014 23:19 Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun. Gasa Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun.
Gasa Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira