Enski boltinn

Ajax tekur tilboði QPR í Kolbein

Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum SkySports samþykkti Ajax í dag tilboð frá QPR í íslenska framherjann Kolbein Sigþórsson. Talið er að tilboðið hafi hljómað upp á 5 milljónir punda.

Kolbeinn staðfesti í byrjun sumars að hann væri á förum frá Ajax en Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR hefur fylgst með Kolbeini undanfarna mánuði. Enska félagið bauð í Kolbein í janúar en Ajax var ekki tilbúið að leyfa honum að fara á miðju tímabili.

Kolbeinn hefur verið í herbúðum Ajax í þrjú ár en hefur glímt við gríðarlega mikið af meiðslum á þeim tíma. Hefur Kolbeini aðeins tekist að leika 59 leiki á þeim tíma og skorað í þeim 24 mörk.

Samkvæmt heimildum Vísis ber þó töluvert á milli aðilanna í launaviðræðum og er óvíst hvert næsta skref verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×